Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

96. fundur 12. desember 2002 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 96 Dags : 12.12.2002
Fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var í haldinn að Borgarbraut 11, 12. desember 2002 kl: 17:00.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar:
Sóley Sigurþórsdóttir
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Ásthildur Magnúsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

Dagskrá:

Sóley formaður setti fund.
 
1. Starfsáætlun tómstundanefndar um íþrótta- og æskulýðsmál í Borgarbyggð.
Indriði lagði fram drög að starfsáætlun og skýrði þau. Umræður um áætlunina þar sem allir tóku til máls, ýmsar breytingar og tilfærslur gerðar.
Indriði mun vinna úr þeim breytingum sem gerðar voru og senda síðan drögin til fundarmanna.

2. Erindi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra vegna kaupa á hjólastól í íþróttahúsið.
Erindinu er hafnað.

3. Erindi frá UMSB um styrk til reksturs.
Nefndin samþykkir 500.000,- kr sem eru inná fjárhagsáætlun 2003.
Sigmar og Þórhildur viku af fundi við afgreiðslu styrksins.
 
Að loknum fundi fóru fundarmenn í félagsmiðstöðina Óðal þar sem fylgst var með beinni útsendingu á Fm Óðali.101.3 jólaútvarpi unglinga.
 
Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 19,00
Ari Björnsson (sign)