Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

98. fundur 03. apríl 2003 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 98 Dags : 03.04.2003
Fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn í fundasalnum að Borgarbraut 11,
mánudaginn 3. apríl 2003 kl: 17:15
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Ásthildur Magnúsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs


Dagskrá:
 
Sóley setti fund.

1. Úthlutun styrkja úr íþrótta-, æskulýðs- og tómstundasjóði Borgarbyggðar 2003.
Til úhlutunar eru 2.600.000 kr. Þrettán umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum vegna íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfs Borgarbyggðar.

Hestamannafélagið Faxi unglingastarf ……………….. kr. 40.000,-
Ungmennaf. Stafholtstungna …………………………......… kr. 100.000,-
Nemendafélag Varmalandsskóla …………………....…….. kr. 60.000,-
Ungmennafélag Bifrastar ……………………........………….. kr. 50.000,-
Björgunarsveitin Brák ……………………...........……………… kr. 50.000,-
Skátafélag Borgarness ………………………….........………… kr. 50.000,-
Mímir félagsmiðstöð ungmenna ……………….......……….. kr. 50.000,-
Nemendafélag Grunnsk. Borgarness …………………..…. kr. 50.000,-
Golfklúbbur Borgarness ………………………………............. kr. 100.000,-
Hestamannafélagið Skuggi …………........…………………… kr. 50.000,-
Ungmennafélagið Skallagrímur ………………………......…. kr. 2.000.000,-
 
Tveimur umsóknum var hafnað.
 
2. Framlagt bréf frá félagsmálastjóra vegna jafnréttisáætlunar, Indriða falið að svara bréfinu með vísun til fundar í haust þar sem áætlunin var rædd.
 
3. Framlagt bréf frá Nordjobb á Íslandi um störf í Borgarbyggð sumarið 2003. Nefndin sér ekki möguleika á því innan málaflokksins.
 
4. Framlagt bréf frá Umboðsmanni Barna um 12.gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 
5. Framlagt bréf frá Menntamálaráðuneyti um umsóknir um styrki frá Norrænu æskulýðsnefndinni.
 
6. Framlagt bréf frá bæjarráði:
a) Um byggingu golfvallar á Bifröst, afgreiðslu frestað en fyrirhuguð er heimsókn nefndarinnar að Bifröst 8.apríl n.k. þar sem málið mun verða kynnt.
b) Erindi Golfklúbbs Borgarness um uppbyggingu golfvallarins á Hamri, afgreiðslu frestað.
c) Framtíðarstefnumótun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð, vinna er í gangi og mun verða tekið fyrir á næsta fundi.
 
7. Framlögð drög að erindisbréfi fyrir tómstundanefnd.
Umræður um drögin, nokkur efi er í nefndarmönnum um að heppilegt sé að starfsmaður nefndarinnar riti fundagerðir. Þar sem hann er oft mjög upptekin á fundum við útskýringar og erindi.

8. Önnur mál.
Indriði kynnti aðsóknartölur í Í.Þ.M.B. fyrir árið 2002, heildar fjöldi gesta var um 148.000, þar af komu tæplega 100.000 manns í sund.
Kynnti hann einnig það sem framundan er í sumarstarfi ofl.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 20,45
 
Ari Björnsson (sign)