Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

104. fundur 28. ágúst 2003 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 104 Dags : 28.08.2003
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11
28. ágúst 2003 kl: 17:00.

Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
íþrótta- og æskulýðsfulltr Indriði Jósafatsson.
forstöðumaður menningar- Ásthildur Magnúsdóttir
og fræðslusviðs.

Dagskrá.

1. Staða mála.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá hvernig sumarstarfið hefur gengið en almennt gekk starfið vel, vinnuskólinn fjölmennur og skiluðu unglingarnir góðu innleggi í umhverfi bæjarins og nágrenni. Útibú vinnuskólans á Bifröst tókst vel.
Verkstjóra og flokkstjórnendum vinnuskólans eru þökkuð góð störf í sumar við það vandasama uppeldishlutverk sem þar fer fram.
Tölur sýna að enn eitt metsumarið er í uppsiglingu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Metdagur sumarsins var 1.900 gestir.
Veruleg fjölgun gesta er í júní, júlí og ágúst enda sumarið með eindæmum gott.
Mun fleiri heilsukort hafa verið seld til almennings í sumar og hefur heimsóknum fjölgað um helming í þreksal á milli ára. Fyrirtækjakortin nýju eru farin í sölu og í dag gekk
Vegagerð ríkisins í Borgarnesi frá 22 árskortum fyrir sína starfsmenn.
 
2. Vetrarstarfið – tímatafla í sal – almenningsíþróttir – félagsmiðstöðvarstarf.
Nú er verið að leggja lokahönd á að skipuleggja vetrarstarfið í íþrótta- og æskulýðsmannvirkjum og ljóst að margt verður í boði. Ungmennafélögin eru að koma saman æfingatöflu og auk hefðbundinna tilboða fyrir almenning verður gerð tilraun með að kanna áhuga fólks á spinningtímum kl. 7.00 og 8.00 á morgnana, morgunjóga og jóga fyrir börn.
 
3. Útleiga á félagsmiðstöðvum til einstaklinga og hópa.
Tómstundanefnd ítrekar að farið sé eftir núgildandi vímuvarnarstefnu sveitarfélagsins og reglum þar um starfsemi félagsmiðstöðva.
Nefndin leggur til að reglur fyrir félagsmiðstöðina Óðal verði endurskoðaðar varðandi útleigu og mun nefndin gera tillögu um reglubreytingu.
4. Fjárhagsáætlun – tímaáætlun.
Kynnt var tímaáætlun frá bæjarstjóra v. fjárhagsáætlanagerðar næsta árs.
 
5. Önnur mál.
Rætt var um að halda kynningarfund fyrir áhugafólk um íþrótta- og æskulýðsmál varðandi niðurstöðu ” Bláu skýrslunnar” þar sem innihald skýrslunar væri kynnt á umræðugrundvelli.
Vetrarstarf í Mími ungmennahúsi við Kveldúlfsgötu er hafið og hefur Helga Lind Pálsdóttir verið ráðin starfsmaður þar í hlutastarfi.
Fjárhagsrammi Mímis leyfir að opið verði þrjú kvöld í viku fram til áramótia og völdu ungmennin að opið yrði þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20.oo – 23.oo. Ætlunin er einnig að reyna annarrs slagið að hafa opið á laugardögum í vetur þegar beinar útsendingar af stórviðburðum í íþróttalífinu fara fram.
Vetrarstarf í Óðali hefst n.k. mánudag og verður starf hefðbundið þar fyrir utan það að við tökum að okkur að halda 400 manna unglingaráðstefnu sem nefnist Landsmót Samfés fyrstu helgina í október. Skipulag er svo til klárt en hópur unglinga úr vinnuskólanum hefur verið að vinna að skipulagi þessarar ráðstefnu í sumar.
 
Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl.19,00
 
Ari Björnsson fundaritari