Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

75. fundur 04. janúar 2001 kl. 17:20 - 17:20 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 75 Dags : 04.01.2001
75. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11,
4. janúar 2001 kl. 17:15.
Mættir voru:
Helga Halldórsdóttir
Sigríður Leifsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Ragna Sverrisdóttir, varafulltrúi
Lilja S. Ólafsdóttir, varafulltrúi
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun
· Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 og sparnað í rekstri íþróttamiðstöðvar.
Gjaldfærð fjárfesting.
· Tómstundanefnd leggur áherslu á að fara í forkönnun á þaki íþróttahúss.
· Tómstundanefnd mælir með kaupum á hlaupabretti fyrir þreksal íþróttamiðstöðvar.
· Rætt um þörf á að kaupa sláttuvél til nota á Skallagrímsvelli.
· Tómstundanefnd ítrekar þörf á leiksvæði og sparkvelli í Bjargslandi í stað "Wembley" og telur að það eigi að hafa forgang í uppbyggingu útivistarsvæða á árinu 2001. Einnig verði leikvöllur í Sandvík lagfærður og þökulagður og sett upp lýsing við hann.
2. Mannaráðningar í íþróttamiðstöð
Bjarni Guðjónsson hefur dregið ráðningu sína í starf við íþróttamiðstöð til baka. Tómstundanefnd mælir með að auglýst verði aftur eftir starfsmanni í íþróttamiðstöð.
3. Önnur mál
· Umræða um breytingar á reglugerð um val á íþróttamanni ársins í Borgarbyggð.
Ákveðið að kynna útnefningu á íþróttamanni Borgarbyggðar í byrjun febrúar 2001.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að senda út gögn varðandi valið til félaga og deilda Skallagríms.

· Rætt um styrkveitingar til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfsemi í Borgarbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum um styrki.

· Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti frítimi.is

· Erindi frá Golfklúbbi Borgarnes, ósk um tíma í íþróttahúsi. Tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á samráð við aðalstjórn Skallagríms þar sem fyrir liggur endurskoðun á tímatöflu í sal íþróttahússins.

· Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um vinnuskóla. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að taka saman gögn um málið og senda þau.

Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 19:30
Lilja S. Ólafsdóttir,
fundarritari.