Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

105. fundur 25. september 2003 kl. 09:29 - 09:29 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 105 Dags : 25.09.2003
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11 25. sept 2003 kl: 17:00.

Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
íþrótta- og
æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson.
forstöðumaður menningar-
og fræðslusviðs: Ásthildur Magnúsdóttir

Dagskrá:
 
1. Endurskoðun Vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar.
Inn í grein no. 3 komi: ” Útleiga þessara mannvirkja til annarra aðila skal vera með þeim skilyrðum að þar fari ekki fram neysla tóbaks, áfengis né annarra vímuefna”.
 
2. Kynning á Landsmóti Samfés sem haldið verður í Borgarnesi 3-4 október n.k.
Indriði kynnti dagskrá fyrir Landsmót Samfés.
 
3. Kynningarfundur vegna framtíðaruppbyggingu í íþrótta- og æskulýðsmálaflokki.
Indriði kynnti drög að kynningu fyrir Bláu skýrsluna, umræður þar sem m.a. var ákveðið að halda kynningarfund í október. Nefndin leggur til að hafist verði handa nú þegar við undirbúningsvinnu við gerð púttvallar á Kveldúlfsvelli.
 
4. Fjárhagsáætlun 2004.
Indriði kynnti stöðu fjárhagsáætlunargerðar.

5. Önnur mál.
a) Bréf frá Knattspyrnu- og Körfuknattleiksdeildum Skallagríms
”Varðandi afnot af íþróttaaðstöðu” þ.e. þreksal.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ræða við bréfritara um frekari útfærslu og hvort tímaplan þreksalar rúmar erindið.
b) Framlagt til kynningar ”Þjóðarátak fyrir barnafjölskyldur” frá Magnúsi Scheving.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.19:15
 
Ari Björnsson fundaritari