Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

107. fundur 30. október 2003 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 107 Dags : 30.10.2003
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11
30. okt. 2003 kl: 17:00.

Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Indriði Jósafatsson.
forstöðumaður menningar- Ásthildur Magnúsdóttir
og fræðslusviðs.

Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2004
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004, farið yfir alla liði í áætluninni, umræður þar sem allir tóku til máls.
Tillaga um 7% hækkun á gjaldskrá í sundlaug, var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu ( Jóhanna Erla taldi 5% hækkun vera hámark).
Tillaga um 5% hækkun á millifærðri leigu í sal og sundlaug, var samþykkt samhljóða.
Enn standa 4 milljónir út af úthlutuðum ramma, eftir niðurskurð og hækkun á gjaldskrám.
Í rammaáætluninni eykst kostnaður um 13,4 milljónir vegna innri leigu en úthlutun til málaflokksins hækkar um 5,8 milljónir.

Nefndin telur að ekki verði lengra komist í niðurskurði án þess að skerða þjónustu. Til umræðu kom t.d. stytting á vinnuskóla, styttri opnunartími í sundlaug, breyting á starfi félagsmiðstöðva ofl.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl.20:25
 
Ari Björnsson fundarritari