Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

108. fundur 21. janúar 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 108 Dags : 21.01.2004
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11 21. jan. kl. 17.oo
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
Dagskrá:
 
Sóley formaður setti fund.
 
1. Staða mála. Indriði fór yfir aðkomutölur í íþróttamiðstöðinni fyrir árið 2003, samtals komu um 167.000 manns sem er aukning um ca. 15.000 á milli ára.
Sala á árskortum hefur farið mjög vel á stað og er fyrirsjáanleg mikil aukning á sölu þeirra fyrir árið 2004.
 
2. Framkvæmdir og viðhald
Indriði fór yfir þá undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið um val á nýju gólfefni í sal íþróttahússins rætt var við forsvarsmenn deilda, íþróttakennara og skoðuð íþróttahús sem nýlega hefur verið endurnýjuð gólfefni í.
Niðurstaðan er að Tómstundanefnd leggur til að valið verði parketgólf (Connor parket með gummíkúlu fjöðrun) frá Parket og Gólf ehf.
Vakin er athygli á að efnið er innflutt frá U.S.A. og er gengi dollar mjög hagstætt um þessar mundir.
Tómstundanefnd leggur áherslu á að iðulaugin á sundlaugasvæðinu verði flíslögð fyrir sumarið en unnið hefur verið að undirbúningi þess hjá tæknideild.
3. Bréf v. styrks v. UMSB frá bæjarráði. Þórhildur og Sigmar viku af fundi við afgreiðslu styrksins.
Umræður um upphæð styrksins. Ákveðið að leggja til að kr. 600.000,- verði veitt til UMSB.
 
4. Breytingar á reglum v. styrkja - skilablað v. styrkjanotkunnar. Rætt um breytingar á reglum v/ styrkja og eða samninga við félög og deildir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar Sóley og Indriða falið að koma með drög á næsta fund.
 
5. Breytingar á reglum v. íþróttamanns ársins. Framlagðar breyttar reglur um val á íþróttamanni ársins í Borgarbyggð, umræður þar sem allir tóku til máls, tillagan samþykkt samhljóða.
 
6. Val á íþróttamanni Borgarbyggðar 2003.
Tilnefningar deilda og félaga v. íþróttamann ársins í Borgarbyggð 2003
 
Frjálsar íþróttir:
Hallbera Eríksdóttir, Umf. Skallagrím
Kristín Þórhallsdóttir Umf. Stafholtstungum
Tómstundanefnd valdi Hallberu Eiríksdóttur sem frjálsíþróttamann ársins.
 
Hestaíþróttir:
Elísabet Fjeldsted, Faxa
Benedikt Líndal, Skugga
Tómstundanefnd valdi Benedikt Líndal Hestamannafél. Skugga sem hestamann ársins.
 
Körfuknattleikur:
Pálmi Þór Sævarsson Umf. Skallagrím
 
Knattspyrna:
Einar Þ Eyjólfsson Umf. Skallagrím
 
Golf:
Guðmundur Danélsson Golfklúbb Borgarness
 
Íþróttafélagið Kveldúlfur:
Helgi Sveinsson (fyrir boccia)
 
Badminton:
Trausti Eiríksson Umf. Skallagrím
 
Eftir skoðun á tilnefningum og umræður ákvað Tómstundanefnd að útnefna Hallberu Eiríksdóttur sem íþróttamann Borgarbyggðar árið 2003.
Einnig ákveðið að veita Jófríði Sigfúsdóttur viðurkenningu fyrir störf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála.
Ákveðið var að að hafa afhendingu viðurkenninga eftir heimaleik Skallagríms í körfubolta föstudaginn 23. janúar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:50
Ari Björnsson (sign)