Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

113. fundur 23. júní 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 113 Dags : 23.06.2004
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 23. júní kl. 17.oo
Bæjarskrifstofan Borgarbraut 11.

Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson


Sóley setti fund.
 
Dagskrá.

1. Staða mála.
Indriði fór yfir stöðu mála í málaflokknum síðustu vikur og hvað framundar er á næstunni.
• Vinnuskóli fór vel af stað og eiga unglingar og flokksstjórar í Borgarnesi og á Bifröst hrós skilið fyrir störf sín við fegrun bæjarfélagsins. Sérstaklega vakti athygli þáttur vinnuskólans í götuleikhúsi vinnuskólans tengt 17. júní.
• Unglistahátíð Mímis ungmenna var haldin daganna 17. – 20. júní í Gamla mjólkursamlaginu við Skúlagötu. Hátíðin tókst í alla staði vel. Haldnir voru tónleikar á kvöldin, skemmtileg leiktæki voru á planinu í blíðunni á laugardeginum. VÍS var með kynningu fyrir unga ökumenn og nýi árekstrarbílinn var á staðnum Verðskuldaða athygli vakti sýning ungra hönnuða í Borgarnesi sem sýndu verk sýn. Fleiri hefðu mátt mæta á dagskrá unglistahátíðar sem var stjórn Mímis til sóma.
• Hátíðarhald 17. júní tókst vel og var dagskrá fjölbreytt. Talið er að um 1.400 manns hafi lagt leið sína í Skallagrímsgarð og sótt dagskrá á Skallagrímsvelli þennan sólríka dag.
• Landsleikur Ísland – Belgía. Í tilefni þess að nú er komið nýtt gólfefni í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar þá verður hér landsleikur í körfuknattleik kl. 21.00 fimmtudaginn 24. júní. Mörg ár eru liðin síðan síðast var leikinn landsleikur í Borgarnesi en nú verður væntanlega breyting á með nýju gólfefni.
• KB bankamót verður haldið um helgina á Skallagrímsvelli. Búist er við að á þriðja þúsund gesta komi á mótið.
• Nú fara framkvæmdir við sparkvöll við skóla að hefjast. Útboð hafa verið opnuð og samningur við KSÍ varðandi fjárveitingu er klár. Reiknað er með að völlurinn verði tilbúinn til notkunar um miðjan september.
2. Önnur mál
• Rætt um launalaus leyfi starfsmanna stofnana sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

Ari Björnsson (sign)