Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

77. fundur 12. febrúar 2001 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 77 Dags : 12.02.2001
77. fundur tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn Borgarbraut 11, 12. febrúar 2001 kl. 17.15.
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Anna Ingadóttir
Sigmar H. Gunnarsson
varafulltrúar: Ragna Sverrisdóttir
Íris Grönfeldt
Sveinbjörg Stefánsdóttir
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson
Dagskrá:
1. Málefni íþróttamiðstöðvar.
a. Veitingasala íþróttamiðstöðvar.
Vegna umsóknar um starfrækslu pylsuvagns.
Tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins verði eftirfarandi atriði tekin til greina: Rekstraraðili hafi vagninn lokaðan þau skipti sem Umf. Skallagrímur eða UMSB er með mótahald á svæðinu. Þá verði staðsetning vagnsins tekin til endurskoðunar vegna slysahættu og bendir á nauðsyn þess að settar verði upp hraðahindranir.
b. Verðskrá:
Tómstundarnefnd mælir með óbreyttu verði í ljósabekki.
c. Skráning-tölvukerfi.
Indriði kynnti tölvukerfi við skráningu í íþróttahúsið
d. Græn aðgangskort
Indriði kynnti hugmynd að grænum aðgangskortum fyrir íþróttarfólk, aldraða og öryrkja í Borgarbyggð.
e. Beiðni um heita innilaug (heitar helgar)
Tómstundarnefnd leggur til að innilaugin verði heit alla vikuna.
2. Málefni félagsmiðstöðvar.
Indriði minnti á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar Óðal, slóðin er http://www.borgarbyggd/odal
3. Sumarstarfið
Rætt um sumarstarf, leikjanámskeið, vinnuskóla o.fl.
4. Erindi frá UMFÍ- Leiðtogaskólinn
Framlagt bréf UMFÍ um Leiðtogaskólann.
5. Tillögur að breyttu skipuriti og stjórnunarháttum.
Tillögurnar ræddar. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi lagði fram plagg þar sem hann
kemur fram með athugasemdir varðandi breytt fyrirkomulag á skipuriti bæjarfélagsins (sjá meðf.).
6. Önnur mál.
a. Rætt um útihurðir út á sundlaugarsvæðið. Þar myndast mikil slysahætta í vondum veðum og því vill viðhaldskostnaður vera mikill. Því vill Tómstundarnefnd að athugað verði með kostnað að setja upp rennihurðir.
b. Tilnefning fulltrúa í samráðshóp vegna einsetningu skólans. Tómstundarnefnd leggur til að Helga Halldórsdóttir sitji fyrir þeirra hönd.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 18.40

Sveinbjörg Stefánsdóttir, ritari