Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

76. fundur 25. janúar 2001 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 76 Dags : 25.01.2001
76. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11,
25. janúar 2001 kl. 17.15.
Mættir voru:
Helga Halldórsdóttir
Anna Ingadóttir
Ragna Sverrisdóttir, varafulltrúi
Sigmar H. Gunnarsson
Sigríður Leifsdóttir
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Guðný Jóhannsdóttir, vaktstjóri Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi
Dagskrá:
1. Aðsókn í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Guðný kynnti aðsóknartölur í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi fyrir árið 2000. Heildargestafjöldi þeirra sem komu í íþróttamiðstöðina árið 2000 voru rúmlega 111.000 manns.
Guðný vék af fundi.
2. Mannaráðningar í Íþróttamiðstöðina
Þrjár gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með Axel Vatnsdal í starfið.
3.Erindi bæjarstjóra. Endurskoðun bæjarmálasamþykktar og breytingar
á skipuriti bæjarins. Tillögur til tilkynningar
Tillögurnar ræddar.
4. Erindi Brunavarna Borgarness og nágrennis ehf.
Framlagt bréf frá Brunavörnum Borgarness og nágrennis ehf., þar sem gerðar eru kröfur um ýmsar úrbætur í Félagsmiðstöðinni Óðali varðandi brunavarnir. Tómstundanefnd telur að mikilvægt sé að nauðsynlegar kröfur í brunavörnum séu uppfylltar. Nefndin vísar erindinu til síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar.
5. Leitað umsagnar Tómstundanefndar
Leitað umsagnar Tómstundanefndar varðandi umsókn um starfrækslu pylsuvagns. Málinu frestað til næsta fundar.
6. Bréf frá Landsskrifstofu Ungs fólks í Evrópu
Framlagt bréf frá Landsskrifstofu Ungs fólks í Evrópu þar sem vakin er athygli á sjálfboðaþjónustu á vegum Evrópusambandsins.
Sigríður Leifsdóttir vék af fundi
7. Íþróttadagur Borgarbyggðar
Íþróttadagur Borgarbyggðar verður haldinn 1. febrúar n.k. þar sem íþróttamaður Borgarbyggðar verður útnefndur. Tómstundanefnd leggur til að kynning verði á starfi íþróttamiðstöðvar og frítt verði í sund og þreksal fyrir almenning þennan dag.
8. Íþróttamaður ársins í Borgarbyggð árið 2000
Tilnefningar hafa borist frá eftirtöldum deildum og félögum.
Frjálsar íþróttir:
Hallbera Eiríksdóttir, Umf. Skallagrími
Kristín Þórhallsdóttir, Umf. Stafholtstungum
Tómstundanefnd valdi Kristínu Þórhallsdóttur, UMF. Stafholtstungum sem frjálsíþróttamanneskju ársins.
Körfuknattleikur:
Hlynur Bæringsson, Umf. Skallagrími
Sund:
Gunnar Smári Jónbjörnsson, Umf. Skallagrími
Knattspyrna:
Emil Sigurðsson, Umf. Skallagrími
Golf:
Viðar Héðinsson, Golfklúbbi Borgarness
Hestamannafélagið Skuggi:
Guðrún Ósk Ámundadóttir
Kveldúlfur:
Einar Trausti Sveinsson
Badminton:
Arnar Helgi Jónsson
Eftir miklar umræður ákvað Tómstundanefnd að mæla með að Hlynur Bæringsson
verði valinn Íþróttamaður Borgarbyggðar ársins 2000.
Landsliðsfólk á árinu 2000
Einar Trausti Sveinsson, Landsliði íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum og boccia.
Hlynur Bæringsson, Unglingalandsliði 18 ára og yngri í körfuknattleik og A-landsliði í körfuknattleik.
Kristín Þórhallsdóttir, A-landsliði í frjálsum íþróttum.
9. Viðurkenning fyrir vel unnin störf.
Birgir Guðmundsson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu íþótta- og æskulýðsmála.
10. Önnur mál
Indriði kynnti að íþróttakennaranemi frá íþróttaskori Kennaraháskóla Íslands yrði í starfskynningu hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þrjár vikur í byrjun febrúar
Indriði sagði frá fundum sem yrðu í félagsaðstöðu eldri unglinga þar sem kynnt verður YFE - verkefnið ásamt starfsemi Hins hússins í Reykjavík þar sem sérstaklega verður kynning á atvinnumiðlun eldri unglinga.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 20:50
Anna Ingadóttir ritari