Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

115. fundur 30. september 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 115 Dags : 30.09.2004
Fundur var haldinn í TómstundanefndBorgarbyggðar fimmtudaginn 30. sept kl. 17.oo
Bæjarskrifstofan Borgarbraut 11.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar Gunnarsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
Starfsmaður í félagsmiðstöð/Vinnusk. Eðvar Traustason
Bæjarverkfræðingur Sigurður Páll Harðarsson
 
 
Sóley setti fund og bauð Eðvar og Sigurð Páli gesti fundarins velkomna.
 
 
1. Vinnuskóli Borgarbyggðar -Eðvar Traustason verkstjóri gestur fundarins flutti skýrslu um starfsemi sumarsins. Hann svaraði fyrirspurnum fundarmanna, umræður um skýrsluna þar sem allir tóku til máls.
 
 
2. Umræður um starfsemi og þróun vinnuskólans í framtíðinni - Sigurður Páll bæjarverkfræðingur tók þátt í umræðunum. Mikill áhugi er fyrir að auka fjölbreytni í verkefnum skólans. Ákveðið að vinna undirbúningsvinnu með bæjarverkfræðingi fyrir gerð fjárhagsáætlunar um verkefni næsta sumars. Ný verkefni við t.d. opin svæði ofl. krefjast fjármagns í efniskaup og annan kostnað, en nefndin hefur aðeins fjármagn fyrir launakostnaði.
Skilgreina þarf verkefnin, áætla kostnað og koma þeim inn í fjárhagsáætlun.
 
 
3. Rekstur og gestatölur. Átta mánaða staða í 06 málaflokki. Indriði fór yfir peningalega stöðu málaflokksins miðað við átta mánuði, útgjöld eru aðeins yfir áætlun en stefnt er að málaflokkurinn verði á áætlun um áramót.
Aðsókn að sundlauginni hefur verið minni en síðastliðið ár. Aukning er á sölu árskorta í sund og þrek.
 
4. Erindi frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúa og formanni falið að svara erindinu á jákvæðan hátt.
 
5. Erindi frá Skákfélaginu Hróknum. Íþrótta- og æskulýðfulltrúa falið að að svara erindinu og vísa á UMSB sem er með skákstarf á döfinni.
 
 
6. Staða mála á sparkvelli á skólalóð. Íþrótta- og æskulýðfulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda við völlinn og þau plön sem eru í vinnslu um notkunina þegar hann verður tilbúinn.
 
.
7. Önnur mál. Rædd ýmiss mál varðandi íþróttamiðstöðina og íþróttavöllinn.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00
Ari Björnsson (sign)