Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

116. fundur 27. október 2004 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 116 Dags : 27.10.2004
Fundur var haldinn í TómstundanefndBorgarbyggðar miðvikudaginn 27. okt kl. 17.oo
Bæjarskrifstofan Borgarbraut 11.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar Gunnarsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
1. Fjárhagsáætlun 06 málaflokks 2005 –Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög aðfjárhagsáætlun næsta árs en rammi sem málaflokknum var skammtaður er upp á 100 milljónir.
Umræður um áætlunina þar sem allir tóku til máls. Nefndin telur eðlilegt að framlag til málaflokksins verði í samræmi við hækkun á innri leigu mannvirkjanna og launahækkana 2005.
 
2. Þakkarbréf frá Norræna félaginu - Þakkarbréf frá Snorraverkefni Norræna félagsinsvegna 40.000 kr styrks til verkefnisins frá Borgarbyggð. Verkefnið heldur utan um ungmennaskipti milli Kanada og Íslands.
 
3. Erindi frá Jóhönnu Jóhannsdóttir íþróttakennara Varmalandium styrk til kaupa á líkamsræktartækjum.
Nefndin vísar erindinu til Byggðasamlags Varmalandsskóla, þar sem nefndin hefur ekkert með beinan rekstur íþróttamannvirkja á Varmalandi að gera og enga umfram fjármuni tiltækjakaupa.
 
4. Erindi frá Körfuknattleiksdeild Skallagríms, þar sem farið er fram á rekstrarsamning um gæslu og þrif á búningsklefum og sal íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að gerður verði tilraunasamningur til eins árs. Mjög mikilvægt er að skilgreina verkefnið mjög vel ef af verður. Nefndin telur að full þörf sé fyrir aukna gæslu í húsinu eftir kl. 16,00 á daginn en þá fækkar um einn starfsmann í vaktaplani Íþróttamiðstöðvar.
 
5. Önnur mál - Rædd ýmiss mál m.a.
 
· Síðasta fréttabréf með jákvæðum upplýsingum til íbúa.
· Starf í félagsmiðstöð öflugt í verkfallinu
· Virk heimasíða þar miðlar upplýsingum til unglinga.
· Haldinn var fræðslufundur um næringu og hreyfingu í Óðali í vikunni og mættu margir. Það var Sigurður Örn íþróttafræðingur sem flutti fræðsluerindi þetta.
· Þolfimisalur vel heppnaður eftir parketlagningu en þar er stunduð líkamsrækt eins og Body pump, spinning, jóga og dans.
· Sparkvöllur tilbúinn og ungmennin þegar farin að nota hann. Lýsing og hiti ennþá í framkvæmdafasa. Talað um að vígja völlinn fljótlega með formlegum hætti svo og framkvæmdir við leikvelli í Bjargslandi og Kveldúlfsgötu.
· Mótorsmiðja í Gamla mjólkursamlaginu Skúlagötu komin af stað. 12 – 15 unglingar mættu í starfið þar.
· Búið er að innrétta hljómsveitaraðstöðu fyrir ungmenni í Mími í Gamla mjólkursamlaginu og æfingar hafnar. Stefnt er að að leikdeild Skallagríms fari einnig þar inn í vetur.
· Leikdeild fékk úthlutað húsnæði fyrir búninga og fundi sína í gamla tónlistarskólahúsinu Gunnlaugsgötu og er þegar búið að breyta aðstöðu í kjallara félagsmiðstöðvarinnar sem leikdeildin hafði þar í hljómsveitaraðstöðu fyrir unglingana í Óðali og eru fjórar unglingahljómsveitir þar við æfingar alla virka daga.
· Að lokum fór tómstundanefnd að skoða það glæsilega mannvirki sem sparkvöllurinn er, á skólalóðinni við grunnskólann.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45
Ari Björnsson (sign)