Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

119. fundur 20. janúar 2005 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 119 Dags : 20.01.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn20. janúar. kl. 17.00 í
Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Jóhanna ErlaJónsdóttir
Sigmar Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
Sóley setti fund.
 
1. Tilnefningar á íþróttamönnum deilda og félaga til útnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2004.
 
Frjálsar íþróttir:
Bergþór Jóhannesson, Umf, Stafholtstungna
Hallbera Eiríksdóttir, Umf, Skallagrím
 
Tómstundanefnd valdi Hallberu Eiríksdóttur sem frjálsíþróttamann ársins.
 
Hestaíþróttir:
Úrsúla Hanna Karlsdóttir, Faxa
Marteinn Valdimarsson, Skugga
 
Tómstundanefnd valdi Martein Valdimarsson sem hestaíþróttamann ársins.
 
Körfuknattleikur:
Pálmi Þór Sævarsson Umf. Skallagrím
 
Knattspyrna:
Bjarni H Kristmarsson, Umf. Skallagrím
 
Golf:
Trausti Eiríksson, Umf. Skallagrím
 
Badminton:
Trausti Eiríksson, Umf. Skallagrím
 
Sund:
Sigurður Þórarinsson, Umf. Skallagrím
 
 
Eftir skoðun á tilnefningum og umræður ákvað Tómstundanefnd að útnefna Hallberu Eiríksdóttur frjálsíþróttakonu sem Íþróttamann Borgarbyggðar árið 2004.
 
2. Viðbyggingar og stækkun íþróttamannvirkja.
Skoðaðar voru gamlar teikningar sem gerðar voru af arkitekt ÍÞMB árið 1996 varðandi stækkun ÍÞMB þar sem verulega er nú farið að þrengja að okkar fjölmörgu gestum í þreksal og þolfimisal.
Mikil aukning hefur verið á iðkendafjölda almenningsíþrótta, sennilega vegna þess hve vel tókst til með fyrirtækjakortin sem var liður í átaki til að fá heimamenn til þess að koma meira í aðstöðuna.
Tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að skipuð verði undirbúningsnefnd um stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar.
 
 
3.Umsókn um styrk vegna íþróttahátíðar UMSB, Héraðsmóts innanhúss og Unglingamóts í sundi.
Samþykkt að fella niður leigu af íþróttasal og sundlaug vegna hátíðarinnar.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20
Ari Björnsson (sign)