Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

122. fundur 09. júní 2005 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 122 Dags : 09.06.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11 9. júní 2005 kl. 17.00
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
 
  1. Sumarstarfsbæklingur
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti sumarstarfsbækling sem gefin var út sameiginlega um sumarstarf barna og unglinga í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit og Akranesi.
Kynnt var og afmælis-og kynningarrit félags íþrótta,- æskulýðs,- og tómstundafulltrúa á Íslandi sem nýkomið er út en Indriði hefur verið formaður þeirra samtaka síðustu ár.
 
  1. Vinnuskóli
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi skólans en í ár eru aðeins 40 nemar við skólann. Í samvinnu við Norræna félagið er einn nordjobbari í vinnuskólanum en sá heitir Tomas Tengmark frá Svíþjóð. Kemur hann til með að kynnast unglingum í vinnuskólanum og halda fyrirlestur um sína heimabyggð fyrir unglingana. Vonandi hvetur þetta okkar unglinga í að skoða möguleika á að fara sem skiptinemar til Norðurlandanna á næstu árum og kynnast þannig menningu annarra landa.
 
Vinnuskólinn mun starfa ásamt Njarðtaki við göngustígagerð og endurbætur á eldri stígum í sumar. Nefndin leggur til að könnuð verði gerð göngustígs frá íþróttamiðstöðinni eftir fjörunni upp á opið svæði neðst í Kjartansgötu.
 
  1. Íþróttamiðstöð
Framkvæmdir standa yfir í sundlauginni við endurbætur á sánabaði og heitum potti.
 
  1. Skallagrímsvöllur
Völlurinn kom illa undan vetri, en djúpsáð hefur verið í hann sérstaklega.
 
  1. 17. júní
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti dagskrá á 17. júní.
 
  1. Skýrsla vinnuhóps um bætta nýtingu Skallagrímshúss
Formaður lagði fram skýrslu vinnuhóps um Skallagrímshús.
 
  1. Erindi frá UMSB, umsókn um að halda Unglingalandsmót í Borgarnesi 2008
Nefndin telur eðlilegt að skipaður verði fulltrúi frá Borgarbyggð sem starfa muni að framgangi málsins með UMSB og Borgarfjarðarsveit. Gott tækifæri til að nýta glæsileg íþróttamannvirki sveitarfélagsins.
 
 
  1. Ferðakostnaður íþróttamanna á æfingar
Erindi frá bæjarráði, málið rætt, ákveðið að afla gagna frá öðrum sveitarfélögum í sumar og taka málið upp í haust.
 
  1. Önnur mál
Nefndin ítrekar að framkvæma þurfi endurbætur á sundlaugarsvæðinu á Varmalandi sem eru á fjárhagsáætlun.
Einnig að hafist verði handa við hönnun vaðlaugar og aðrar viðbætur á sundlaugarsvæði Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30
Ari Björnsson (sign)