Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 122
Dags : 09.06.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11 9. júní 2005 kl. 17.00
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
Sóley setti fund.
- Sumarstarfsbæklingur
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti sumarstarfsbækling sem gefin var út sameiginlega um sumarstarf barna og unglinga í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit og Akranesi.
Kynnt var og afmælis-og kynningarrit félags íþrótta,- æskulýðs,- og tómstundafulltrúa á Íslandi sem nýkomið er út en Indriði hefur verið formaður þeirra samtaka síðustu ár.
- Vinnuskóli
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi skólans en í ár eru aðeins 40 nemar við skólann. Í samvinnu við Norræna félagið er einn nordjobbari í vinnuskólanum en sá heitir Tomas Tengmark frá Svíþjóð. Kemur hann til með að kynnast unglingum í vinnuskólanum og halda fyrirlestur um sína heimabyggð fyrir unglingana. Vonandi hvetur þetta okkar unglinga í að skoða möguleika á að fara sem skiptinemar til Norðurlandanna á næstu árum og kynnast þannig menningu annarra landa.
Vinnuskólinn mun starfa ásamt Njarðtaki við göngustígagerð og endurbætur á eldri stígum í sumar. Nefndin leggur til að könnuð verði gerð göngustígs frá íþróttamiðstöðinni eftir fjörunni upp á opið svæði neðst í Kjartansgötu.
- Íþróttamiðstöð
Framkvæmdir standa yfir í sundlauginni við endurbætur á sánabaði og heitum potti.
- Skallagrímsvöllur
Völlurinn kom illa undan vetri, en djúpsáð hefur verið í hann sérstaklega.
- 17. júní
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti dagskrá á 17. júní.
- Skýrsla vinnuhóps um bætta nýtingu Skallagrímshúss
Formaður lagði fram skýrslu vinnuhóps um Skallagrímshús.
- Erindi frá UMSB, umsókn um að halda Unglingalandsmót í Borgarnesi 2008
Nefndin telur eðlilegt að skipaður verði fulltrúi frá Borgarbyggð sem starfa muni að framgangi málsins með UMSB og Borgarfjarðarsveit. Gott tækifæri til að nýta glæsileg íþróttamannvirki sveitarfélagsins.
- Ferðakostnaður íþróttamanna á æfingar
Erindi frá bæjarráði, málið rætt, ákveðið að afla gagna frá öðrum sveitarfélögum í sumar og taka málið upp í haust.
- Önnur mál
Nefndin ítrekar að framkvæma þurfi endurbætur á sundlaugarsvæðinu á Varmalandi sem eru á fjárhagsáætlun.
Einnig að hafist verði handa við hönnun vaðlaugar og aðrar viðbætur á sundlaugarsvæði Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30
Ari Björnsson (sign)