Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

123. fundur 31. ágúst 2005 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 123 Dags : 31.08.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 31. ágúst. 2005 kl. 17.00
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúiIndriði Jósafatsson
 
Sóley setti fund.
 
1.Staða mála í íþróttamiðstöð að loknu sumri – vetrardagskrá
Indriði fór yfir málefni íþróttamiðstöðvarinnar. Lítils háttar aukning í aðsókn er á milli ára (jan – júní) í sund og þrek, samtals 56.023 gestakomur.
Indriði kynnti dagskrá vetrarins. Umræður um framkvæmdir í sundlauginni sem drógust óþægilega lengi fram á sumar, draga þarf lærdóm af framkvæmdinni fyrir næsta áfanga.
 
2.Félagsmiðstöð og Ungmennahús. Vetrarstarf er í undirbúningi, mun hefjast í næstu viku.
 
3.Skallagrímsvöllur – Vandamál eru með geymsluaðstöðu fyrir áhöld og tæki vallarins
Nefndin leggur til að skoðað verði kostnaður við að koma upp vallarhúsi undir áhöld og tæki ásamt salernisaðstöðu á vallarsvæðinu.
 
4.Forvarnir, Indriði tjáði nefndinni að forvarnarnefnd bæjarins hefur verið boðuð á fund í næstu viku.
 
5.Önnur mál
a.Erindi frá stjórn frjálsíþróttadeildar Skallagríms um átak í íþróttaiðkun barna og hugmyndir um breytingar á æfingafyrirkomulagi fyrir krakka í 1.-4.bekk. Indriða og formanni nefndarinnar er falið að skoða málið í samstarfi við UMSB, Skallagrím og bæjarstjórn.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30
Ari Björnsson (sign)