Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

124. fundur 29. september 2005 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 124 Dags : 29.09.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á Bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 29. sept. 2005 kl. 17.00
 
Mætt voru:
 
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
1. Skýrsla um starf vinnuskólans sumarið 2005.
Sigurþór Kristjánsson lagði fram drög að skýrslu yfir störf skólans í sumar. Hann fór síðan yfir skýrsluna í máli og myndum.
 
2. Unglingalandsmót 2008.
Rætt um hvort sækja eigi um að halda unglingalandsmót 2008, nefndin tekur jákvætt í að skoðað hvað þarf að vera til staðar til að halda slíkt mót.
Jóhanna Erla Jónsdóttir var valin fyrir hönd nefndarinnar til setu í undirbúningshópi vegna umsóknar um landsmót.
 
3. Rekstraráætlun 8 mán. uppgjör.
Indriði fór yfir rekstur málaflokksins og stöðu eftir fyrstu átta mánuðina. Umræður um stöðuna þar sem allir tóku til máls. Talsverð framúr keyrsla er á uppgjörinu eða um 9% .
Helstu ástæður:
Stæðsti hluti eru launagreiðslur m.a. vegna starfsmats sem náði tvö ár aftur í tímann, veikinda starfsmanna ofl. liða tengdum launagreiðslum.
Heitavatnsnotkun er mun meiri en áætlað var, ástæða þar er líklegust mjög óhagstætt veðurfar.
Koldíoxíð CO2 notkun er umfram áætlun, skýring á því eru rangar styllingar og leki á kerfum sem hafa verið lagfærðir.
 
4. Fjárhagsáætlun.
Umræðum um fjárhagsáætlun frestað til 12. október.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:30
 
Ari Björnsson (sign)