Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

126. fundur 07. nóvember 2005 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 126 Dags : 07.11.2005
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 7.11. 2005 kl. 17.00
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
1. Fjárhagsáætlun 2006
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 fyrir íþrótta- og æskulýðsmál. Umræður þar sem allir tóku til máls. Hækkun launakostnaðar er u.þ.b. 6 milljónir fyrir málaflokkinn á milli ára (frá áætlun 2005) miðað við óbreytta þjónustu.
Nefndin telur ekki ráðlegt að draga úr þjónustu þar sem líklegt er að það muni lækka tekjur íþróttamiðstöðvarinnar.
 
Félagsmiðstöðin Óðaler rekin með lágmarks kostnaði miðað við sambærilegar miðstöðvar í öðrum sveitarfélögum. Nefndin leggur til að bætt verði við hálfu stöðugildi í félagsmiðstöðina Óðal til eflingar á vetrarstarfi og sumaropnunar (sjá Starfsáætlun 2006).
 
2.Starfsáætlun 2006
Unnið við lokafrágang á Starfsáætlun fyrir 2006. Nokkrar athugasemdir komu fram og breytingar gerðar.
 
3. Önnur mál
Stafsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar Eydís Guðmundsdóttir lést 17.okóber s.l. Tómstundanefnd vottar fjölskyldu hennar dýpstu samúðar.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19;30
Ari Björnsson (sign)