Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

127. fundur 25. janúar 2006 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 127 Dags : 25.01.2006
 
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 25.01 2006 kl. 17.00
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
 1. Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2005.
Tilnefningar á íþróttamönnum deilda og félaga til útnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2005.
 
Frjálsar íþróttir:
Bergþór Jóhannesson, Umf, Stafholtstungna
Umf. Skallagrímur tilnefndi ekki að þessu sinni.
 
Hestaíþróttir:
Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir, Faxa
Rasmus Christansen, Skugga
 
Tómstundanefnd valdi Rasmus Christansen sem hestaíþróttamann ársins.
 
Körfuknattleikur:
Hafþór Ingi Gunnarsson Umf. Skallagrím
 
Knattspyrna:
Ingólfur H. Valgeirsson Umf. Skallagrím
 
Golf:
Trausti Eiríksson, Golfklúbbi Borgarness
 
Badminton:
Trausti EiríkssonUmf. Skallagrím
 
Tómstundanefnd útnefndi Hafþór Inga Gunnarsson Íþróttamann Borgarbyggðar árið 2005.
 
 
Viðurkenningar fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf:
Tómstundanefnd ákvað að veita þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf fyrir íþrótta- og æskulýðmál í sveitarfélaginu ( leiklistarstörf) við sama tilefni.
  • Freyju Bjarnadóttir Umf. Skallagrím
  • Valgerði Björnsdóttur Umf. Stafholtstungna
  • Guðrúnu Sigurðardóttur Umf. Agli
 
 1. Erindi frá Norðræna félaginu og Þjóðræknisfélagi Íslendinga v. Snorraverkefnis sem er árlegt skiptinemaverkefni við Vesturheim.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.
 
 1. Erindi frá Helgu Ágústsdóttur sjúkraþjálfara þar sem hún sækist eftir að fá húsnæði til leigu í íþróttamiðstöðinni.
Nefndin telur að ekki sé hægt að verða við svona erindum frá sjúkraþjálfurum eða nuddurum fyrr en byggt verður upp aðstaða fyrir slíka starfsemi.
 
 1. Kynning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá Kölnarmesse íþróttavörusýningu sem hann sótti í nóv. s.l.
Indriði kynnti í máli og myndum ferð sína á þessa stærstu íþróttavörusýningu sem sett er upp í Evrópu annað hvert ár. Margar skemmtilegar lausnir kynntar varðandi vaðlaug og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina sem áætlað er að setja upp á sundlaugarsvæðinu.
 
 1. Erindi frá Latabæ ehf v. heilsuátaks.
Tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með það starf sem Latibær stendur fyrir en þar sem þjóðarátak þeirra hefst í næstu viku treystir nefndin sér ekki til að taka þátt að þessu sinni. Nefndin lýsir sig þó fylgjandi slíku átaki og er tilbúin til samstarfs við fræðslunefnd sem eðlilegast er að stýrir slíku verkefni.
 
 1. Gestakomur í íþróttamiðstöð 2005
Gestum í íþróttamiðstöðinni fjölgaði frá fyrra ári um rúmlega 7.000 þannig að í heildina eru þetta um 152.000 gestir sem sóttu okkur heim á síðasta ári.
 
 1. Önnur mál
 
  • Erla tók til máls og vakti athygli á slæmu ástandi á heitasta pottinum (42°C)og lagði til að honum yrði lokað þar til að lagfæringar hæfust, aðrir fundarmenn tóku undir það.
  • Einnig var hún óánægð með staðsetningu á skilti sem vísar á nudd í 39°C heita pottinum.
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá ráðstefnu sem félag íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa, FÍÆT er að skipuleggja um málefni frítímans í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og haldin verður í Reykjavík 23. – 24. mars n.k.
 
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá störfum Vímuvarnarnefndar og bréfi sem sent var til tóbakssöluaðila í sveitarfélaginu, heilbrigðisfulltrúa og foreldra barna á unglingastigi þar sem farið var fram á meira aðhald varðandi sölu og afgreiðslu á tóbaki, aukið aðhald og voru foreldrar þar beðnir að fylgjast betur með hvað börn þeirra hafa fyrir stafni en vart hefur verið við uppsveiflu á neysluvenjum unglinga hvað varðar tóbak og áfengi.
 
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá félagsmiðstöðvarstarfi, söngkeppnum og fleira starfi þar. Að nú væri verið að skipuleggja ráðstefnu í Óðali fyrir stjórnendur nemendafélaga og félagsmiðstöðvarráða á Vesturlandi um unglingalýðræði og hvernig unglingar geti haft áhrif og komið sínum hjartans málum á framfæri t.d. við sveitarstjórnarfólk. Ráðstefna þessi verður hér í Borgarnesi í febrúar og er áhugi annarra félagsmiðstöðva af Vesturlandi mikill.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20;00
Ari Björnsson (sign)