Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

78. fundur 08. mars 2001 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 78 Dags : 08.03.2001
78. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11,
8. mars 2001 kl. 17:15
Mættir voru:
Helga Halldórsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Ragna Sverrisdóttir, varafulltrúi
Sveinbjörg Stefánsdóttir, varafulltrúi
Lilja S. Ólafsdóttir, varafulltrúi
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1. Styrkir til íþrótta-. tómstunda- og æskulýðsstarfs Borgarbyggðar 2001
Til úthlutunar eru kr. 2.500.000,- átta umsóknir bárust.
Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum vegna íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfs Borgarbyggðar:
Grunnskóli Borgarnes, 10. bekkur v/Svíþjóðarferðarkr. 40.000
Félagsmiðstöð eldri unglinga kr. 50.000
Golfklúbbur Borgarness kr. 150.000
Hestamannafélagið Skuggi kr. 30.000
Íþróttafélagið Kveldúlfur kr. 50.000
Sóknarnefnd Borgarnessóknar kr. 30.000
Umf. Stafholtstungurkr. 200.000
Umf. Skallagrímur kr. 1.950.000

2. Opnunartími sumarsins
Tillaga um opnunartíma sundlaugar: Um helgar allt árið (laugardaga og sunnudaga) verði opið frá 9:00 - 18:00, en vaktsstjóri hafi heimild í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hafa opið lengur ef um sérstakar aðstæður er að ræða s.s. íþróttamót, gott veður eða heimsóknir stærri hópa. Opnunartími aðra daga verði óbreyttur þ.e. frá 7:00 - 22:00.
3. Græn aðgangskort í íþróttamiðstöðina
Indriði kynnti tillögu að grænu korti í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi vegna notkunar á þreksal, sundlaug og heitum pottum fyrir örorku- og ellilífeyrisþega og æfinga meistaraflokksmanna. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna tillöguna áfram.
 
4. Önnur mál
· Indriði kynnti efni vímuvarnarfundar Vesturlands sem haldinn var 7. mars 2001 í Borgarnesi. Þar á meðal kynnti hann könnun Rannsóknar og greiningar á notkun vímuefna í 10.bekk á árunum 1997 - 2000.
· Kynnt var endurskoðuð vímuvarnarstefna Borgarbyggðar og voru fundarmenn sammála henni.
· Tómstundanefnd leggur áherslu á að fjármagn verði tryggt svo hægt sé að framfylgja vímuvarnarstefnunni í verki.
· Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tvo þjónustusamninga, annars vegar við JGR heildverslun og hins vegar við Olíuverslun Íslands um kaup á hreinlætisvörum fyrir íþróttamiðstöðina. Þessir samningar gilda einnig fyrir aðrar stofnanir á kennitölu Borgarbyggðar.

Fleira ekki gert
Fundi slitið kl.19:40
Lilja S. Ólafsdóttir