Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

128. fundur 02. mars 2006 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 128 Dags : 02.03.2006
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11, 02.03 2006 kl. 17.00.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Ari Björnsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
  1. Staða mála
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi í málaflokknum um þessar mundir. Rætt um viðhaldsmál í Íþróttamiðstöðinni. Undirbúningur er hafinn fyrir opnun á félagsmiðstöð í Bifröst.
 
  1. Erindi frá Kristófer Helga Sigurðssyni varðandi æfingasvæði fyrir mótorcrosshjól.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, íþrótta-og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við undirritaða um ítarlegri upplýsingar.
 
  1. Úthlutun styrkja Úthlutun styrkja úr íþrótta-, æskulýðs- og tómstundasjóði Borgarbyggðar 2006.
Til úthlutunar voru 3.000.000 kr. níu umsóknir bárust og voru allar styrkhæfar. Tómstundanefndmælir með eftirfarandi styrkveitingum vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Borgarbyggð.
 
Ungmennaf. Stafholtstungna …………………………… kr. 200.000,-
Nemendafélag Varmalandsskóla ……………………….. kr. 50.000,-
Skátafélag Borgarness …………………………………… kr. 120.000,-
Mímir ungmennahús ………………………….................. kr. 50.000,-
Nemendafélag Grunnsk. Borgarness ……………………. kr. 70.000,-
Golfklúbbur Borgarness ………………………………… kr. 80.000,-
Hestamannafélagið Skuggi ……………………………… kr. 80.000,-
Íþróttafélagsstarf fatlaðra ................................ kr. 50.000,-
Ungmennafélagið Skallagrímur …………………………. kr. 2.300.000,-
 
Indriði vék af fundi á meðan styrkveitingar voru ræddar.
 
 
 
  1. Fræðsluráðstefna FÍÆT og Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. – 24. mars. n.k.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá ráðstefnu sem hann tekur þátt í að setja upp í Laugardalshöll á landsvísu þar sem m.a. verða fyrirlestrar um byggingu og rekstur íþrótta- og æskulýðsmannvirkja og umfjöllun um starfið sem þar fer fram.
 
 
  1. Drög að æskulýðslögum lögð fyrir Alþingi
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá drögum að æskulýðslögum sem nú hafa verið lögð fram á Alþingi af menntamálaráðherra.
 
  1. Önnur mál
Hjólreiða- og göngustígar:
Nefndin beinir því til bæjarráðs að mikil þörf er á skipulagningu og gerð stíga í
bæjarfélaginu.
 
Bjössaróló:
Að loknum fundi fór nefndin að skoða Bjössaróló sem er víst orðinn ansi dapur.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18,50
Ari Björnsson (sign)