Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

129. fundur 07. apríl 2006 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 129 Dags : 07.04.2006
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11 07.04. 2006 kl. 17.00
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Guðmundur Skúli Halldórsson,varamaður
Íþrótta- og æskulýðfulltrúiIndriði Jósafatsson
 
 
Sóley setti fund.
 
1. Staða mála
Rætt um verkefnastöðu í íþróttamiðstöð, ljóst er að flísalögn í þriðja heita pottinn fyrir páska. Fjallað var um sjálfvirka hurð fyrir aðalinngang íþróttahússins og er undirbúnings vinna farin af stað. Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið fyrir sumarið.
Akranes verður ekki með í sumarbæklingnum eins og hefur verið síðustu 2 ár, undirbúningsvinna við sumarbækling fer að hefjast og verður hann gefinn út í samstarfi við Borgarfjarðarsveit. Rætt var um hvaða stefnu á að taka með auglýsingar í bæklingnum.
Búið er að auglýsa sumarstörf .
 
2. Fræðsluráðstefna FÍÆT og Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. – 24. mars. s.l.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá ráðstefnu sem haldin var í Laugardalshöll á landsvísu. Um 90 manns sóttu fræðsluráðstefnu þessa sem tókst í alla staði mjög vel þar sem fyrirlestrar voru um byggingu og rekstur íþrótta- og æskulýðsmannvirkja í sveitarfélögum. Hægt verður að nálgast hluta af fyrirlestrunum inn á síðu www.fiaet.is.
 
3. Vinnuskólinn,verður rekinn í Borgarnesi og á Bifröst. Rætt um verkefnaöflun, Tómstundanefndin telur að leggja eigi í kostnað við að gera umhverfið við þjóðveginn meira aðlaðandi t.d. með stórum steyptum blómakerum frá brúarsporði og sem leið liggur upp Sandvíkina. Í kerin væru sett blóm og gróður sem tilheyrðu hverjum árstíma.
 
4. Önnur mál
 
    • Skúli ræddi um hvort hægt væri að kaupa fleiri festingar fyrir flögg á ljósastaura, þannig að hægt væri að setja fána og þegar við á jólaskraut frá Skallagrímsgarði að Hyrnutorgi til að gera bæinn líflegri.
    • Indriði sagði frá nýafstaðinni vina- og vímuvarnarviku í Ungmennahúsinu Mími og í Grunnskólanum í Borgarnesi en verkefni þetta var unnið í samstarfi við Akurnesinga.
    • Skúli ræddi um ósk Ungmennahússins Mímis um að fá æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir og fleira í byggingum bæjarins í Brákarey. Skúli taldi ekkert því til fyrirstöðu að nýta aðstöðu með öðru starfi.
    • Þórhildur spurði um leikjanámskeið á Bifröst í sumar, Indriði útskýrði stöðu mála.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18,10
Sóley Sigurþórsdóttir (sign)