Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

130. fundur 18. maí 2006 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 130 Dags : 18.05.2006
Fundur var haldinn í Tómstundanefnd Borgarbyggðar á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11
18.05 2006 kl. 17.00
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir, formaður
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
Sóley setti fund.
 
1. Skýrsla vinnuhóps um framtíðarviðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi
Ari og Sóley lögðu fram Greinargerð vinnuhóps um framtíðarskipan íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi. Þau skýrðu út skýrsluna og teikningar yfir stækkun á íþróttamiðstöðinni m.a. nýjan sal 35 x 44m. Nefndin lýsir yfir ánægju með skýrsluna og leggur til að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst.
 
2. Staða mála í íþróttamiðstöð
Rætt um verkefnastöðu viðhaldsverkefna í íþróttamiðstöð.
Búið að hanna og fá tilboð í sjálfopnanlega útidyrahurð. Þungar viðarhurðir fara þar með í burtu og aðgengi fyrir alla batnar til muna.
Búið er að kaupa flísar á blautrými í böðum uppi og niðri. Klefar uppi verða flísalagðir fyrst í júní en beðið með klefa niðri um sinn.
Laga þarf gúmmíefni í vaðlaug. Beðið eftir stiga sem mun bæta aðgengi í innisundlaug.
 
3. Aðalfundur FÍÆT
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá aðalfundi FÍÆT sem að þessu sinni var haldinn í Fljótsdalshéraði.
 
4. Vinnuskólinn,verður rekinn í Borgarnesi og á Bifröst. Um 40 unglingar hafa skráð sig til vinnu í Borgarnesi og 9 unglingar á Bifröst. Flokksstjórar hafa verið ráðnir, þeir eru:
Guðmundur SkúliHalldórsson, Anna Margrét Ragnarsdóttir, Sigríður Arnardóttir, Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir og Fannar Kristjánsson.
Á Bifröst verður Arndís Sigurðardóttir flokksstjóri.
Flokksstjóri í Skallagrímsgarði er Steinunn Pálsdóttir.
Verkstjóri vinnuskólans er Sigurþór Kristjánsson, starfsmaður Óðals.
Vinnuskólinn verður settur þriðjudaginn 6. júní kl. 9.00 í Óðali og bíða mörg verk unglinganna við að fegra og snyrta umhverfið fyrir Borgfirðingahátíð sem verður 9.-11. júní.
5. Sumarstarf
Nú er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi að leggja lokahönd á Sumarstarfsblað fyrir börn og unglinga og er áætlað að hann komi út um mánaðarmótin og er þar að finna efni og tilboð frá félögum og deildum sem börn og unglingum stendur til boða í íþrótta- og æskulýðsstarfi í sumar.
Það eru Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit sem sameiginlega gefa þennan bækling út.
Einnig er þar að finna upplýsingar um vinnuskóla, sundlaugar og ferðaþjónustumál.
 
6. Önnur mál
 
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að gerð púttvallar á Kveldúlfsvelli (ofan við nýja ráðhúsið). Nefndin leggur áherslu á að völlurinn verði opnaður nú á vormánuðum.
 
Sóley ræddi stöðu nýrra Íslendinga og lagði fram eftirfarandi bókun:
Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stöðu barna af erlendum uppruna sem flytjast til Íslands sýna að mjög fáir þeirra fara í framhaldsnám sem skapast fyrst og fremst af lélegri stöðu þeirra í íslensku. Fyrir barn sem er slakt í tungumálinu getur sumartíminn verið erfiður félagslega og hætt er við að afturkippur verði í íslenskukunnáttu barnanna.
Nauðsynlegt er að sveitarfélagið setji sér stefnu í þessum málum, en meðan svo er ekki legg ég til að börn af erlendum uppruna sem hafa búið skemur en 4 ár á Íslandi verði hvött til þátttöku á leikjanámskeiðum í sveitarfélaginu foreldrum þeirra að kostnaðarlausu.
 
Tómstundanefndin leggur til að Indriði ræði mál þessa hóps við bæjarstjóra og félagsmálastjóra.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.30
Ari Björnsson (sign)