Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

2. fundur 24. ágúst 2006 kl. 16:30 - 16:30 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 2 Dags : 24.08.2006
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 24. ágúst 2006 kl. 16.30
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Björn Bjarki Þorsteinsson
Hólmfríður Sveinsdóttir
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Íþrótta- og
æskulýðfulltrúi:
Indriði Jósafatsson
 
Björn Bjarki formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
1. Erindisbréf tómstundanefndar
Nefndarmenn gerðu ekki efnislega athugasemd við erindisbréfið.
2.Rekstur íþróttamiðstöðva Borgarnesi, Varmalandi og Kleppjárnsreykjum opnunartími og mannahald
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi skýrði frá starfsmannamálum í íþróttamiðstöðvum á Varmalandi og Kleppjárnreykjum og rætt var um opnunartíma þar.
 
3.Vetrarstarf
 • Almenningsíþróttir. námskeið og tilboð fyrir almenning í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi kynnt.
 • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera tillögur að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðvar í sveitarfélaginu.
 • Starf í félagsmiðstöðvumrætt. Komið inn á þörf að tengja unglinga í sveitarfélaginu saman í félagslífinu og er Óðal þar góður kostur varðandi sameiginlega viðburði.
Rætt um að finna aðstöðu á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum til að setja upp félagsaðstöðu fyrir nemendafélögin þar.
 
4.Erindi frá húsráði Mímis ungmennhúsi
Ákveðið að boða húsráð Mímis á fund tómstundnefndar til skrafs og ráðagerðar um starfsemi hússins.
 
5.Önnur mál
 • Svæði fyrir jaðaríþróttir.
  Rætt um að Bjarki og Indriði fundi með mótorcrossáhugamönnum varðandi aðstöðu fyrir akstursbraut.
 • Staða mála í gervigrasvallargerð á Bifröst og Hvanneyri.
  Vegna tafa við skipulagsvinnu er sýnt að framkvæmdir hefjast ekki fyrr en næsta vor.
 • Annað
  Skallagrímur stendur fyrir íbúafundi um íþrótta- og tómstundamál í Óðali næstkomandi mánudagskvöld.
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að senda reglur og skýrslur sem undir nefndina heyra til nefndarmanna.
 
Rætt um að fara í heimsókn í íþrótta- og æskulýðsmannvirki sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina. Ákveðið að fara þessa ferð fimmtudaginn 7. sept. n.k. kl. 15.00
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.19.30
Indriði Jósafatsson
(sign)