Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

3. fundur 07. september 2006 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 3 Dags : 07.09.2006
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í íþróttamiðstöðvunum Kleppjárnsreykjum og Varmalandi 7. sept. 2006 kl. 15.00
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Sveinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
 
Ákveðið var á síðasta fundi að fara kynnisferð með nefndarmenn til að skoða mannvirki sem nefndin hefur með að gera á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Ekið var frá ráðhúsi sem leið lá upp að Kleppjárnsreykjum.
 
1. Húsakynni íþróttamiðstöðvarinnar Kleppjárnsreykjum skoðuð
Sunna Rós Davíðsdóttir starfsmaður tók á móti nefndarmönnum. Íþrótta- og æskulýðfulltrúi fór yfir stöðu mála og voru nefndarmenn sammála um að skoða nú þegar möguleika á stækkun þreksalar í anddyri með því að taka millliveggi þar niður og búa til einn sal fyrir þrektæki með þeim hætti.
Rætt var um þörf og möguleika á að finna húsnæði undir félagsaðstöðu unglinga á staðnum.
 
2. Húsakynni íþróttamiðstöðvarinnar Varmalandi skoðuð
Berglind Þorsteinsdóttir starfsmaður tók á móti nefndarmönnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála og fóru nefndarmenn og skoðuðu Félagsheimilið Þinghamar með það í huga að finna heppilegt pláss fyrir félagsstarf unglinga í húsinu.
 
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið á plani ráðhússins kl.18.00
Indriði Jósafatsson
(sign)