Fara í efni

Velferðarnefnd Borgarbyggðar

101. fundur 06. mars 2020 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður
  • Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Kristín Frímannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarbók

1610014

Afgreidd var 1 umsókn um fjárhagsaðstoð og lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.Endurskoðun öryggisþjónustu Borgarbraut 65a

2002021

Samningur við slökkvilið Borgarbyggðar um vaktþjónustu vegna brunakerfis, öryggishnappa að Borgarbraut 65a og Ánahlíð og lyftu að Borgarbraut 65a lagður fram til samþykktar.
Nefndin samþykkir samningin og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Á fundi nefndarinnar í ágúst verður lagt mat á reynslu af þessu nýja fyrirkomulagi.

3.Þjónusta við einstaklinga með fötlun

1607128

Farið yfir verkefnalista í málefnum fatlaðra. Haldinn verður fundur með þjónustuþegum í lok apríl.Í framhaldi af honum verður verkefnalisti og stefna sveitarfélagsins í málaflokkunum uppfærð. Einnig verður stofnað notendaráð og samráðshópur skv. ákvæðum í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarnadi stuðningsþarfir.

4.Fundargerðir þjónusturáðs - þjónustusvæði Vesturlands í málefnum fatlaðra.

1808206

Tvær síðustu fundargerðir Þjónusturáðs í málefnum fatlaðra á Vesturlandi lagðar fram til kynningar.

5.Starfshópur um Ölduna - fundargerðir.

2001115

Starfshópur um Ölduna hélt fund nr. 2 þann 11. febrúar 2020
Upplýsingar um fundinn og vinnu starfshópsins lagðar fram.

6.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla

2001144

Upplýsingar vegna félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélagsins vegna uppfærslu á húsnæðisáætlun fyrir árið 2020 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.

7.Málavog í barnavernd

1911083

Niðurstaða úr mælingu skv. Málavog í barnavernd sem gerð var 2. mars 2019 lögð fram.
Mæling skv. Málavog í barnavernd gerð 2 mars 2020 lögð fram. Samkvæmt henni hefur álag heldur aukist frá síðustu mælingu sem gerð var í nóvember. Nefndin ítrekar fyrri áhyggjur af því að álag sé of mikið í félagþjónustu og barnavernd Borgarfjarðar og Dala að það komi niður á þjónustu og lögbundnum skyldum sveitarfélaga.

8.Þjónusta við aldraða

1607129

Hugmynd að heilsukorti fyrir eldri borgara og öryrkja rædd.
Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 12:00.