Fara í efni

Velferðarnefnd Borgarbyggðar

102. fundur 03. apríl 2020 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi Teams
Nefndarmenn
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður
  • Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
  • Kristín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri
  • Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Ólöf María Brynjarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Tillaga um notkun fjarfundabúnaðar

2003157

Leiðbeiningar um tímabundna notkun fjarfundabúnaðar
Farið yfir leiðbeinigar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum.

2.Trúnaðarbók 2020

2004012

Afgreiddar voru tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð og lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Covid 19. Staðan og aðgerðir félagsþjónustu.

2003206

Staða og aðgerðir félagsþjónustu vegna Covid veirunnar lagðar fram. Nefndarmenn lýsa ánægju með hvernig staðið hefur verið að málum og hvetja til áframhaldandi vinnu á sömu braut.

4.Þjónusta við aldraða

1607129

Hugmynd að heilsu/frístundahvatningu fyrir eldri borgara og öryrkja rædd og ákveðið að vinna að henni áfram. Formanni velferðarnefndar, félagsmálastjóra og sviðstjóra falið að vinna málið áfram og leggja mótaða tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.Endurskoðun öryggisþjónustu Borgarbraut 65a og Ánahlíð

2002021

Frestun á gildistöku samnings um vaktþjónustu í þjónustuíbúðum að Borgarbraut 65a og Ánahlíð.
Samkvæmt beiðni Slökkviliðs Borgarbyggðar er því frestað til 1. maí að samningur fjölskyldudviðs Borgarbyggðar, Húsfélagsins að Borgarbraut 65a og Slökkviliðs Borgarbyggðar um vaktþjónustu í þjónustuíbúðum að Borgarbraut 65a og Ánahlíð 2-20 taki gildi.

6.Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðra

2003205

Samkvæmt lögum nr.38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og jafnframt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr 40/1991, með síðari breytingum) sem tóku gildi 1. október 2018, skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur. Samráð skal haft við notendur félagsþjónustunnar með það að markmiði að þeir séu virkir þátttakendur í undirbúningi ákvörðunar um þjónustu og hvernig henni verður háttað. Þá skal hafa samráð við notendur við almenna stefnumörkun innan sveitarfélagsins. Sveitarfélög skulu a.m.k. árlega funda með hagsmunasamtökum notenda félagsþjónustunnar og skulu starfrækja sérstök notendaráð sem tryggi aðkomu hagsmunasamtaka notenda við stefnumörkun og áætlanagerð sveitarfélagsins í málefnum er varðar meðlimi þeirra. Tryggja skal þátttakendum stuðning og þjálfun til virkrar þátttöku í notendasamráði.

Hlutverk notendaráðs er að gera fötluðu fólki kleift að hafa áhrif á skipulag og framkvæmd þjónustu sveitarfélaganna. Notendaráð á að koma rödd fatlaðra íbúa á framfæri og stuðla að jafnrétti þeirra á við aðra, fylgjast með stefnumótun og þróun hugmyndafræði er varða réttindi fatlaðs fólks og vera leiðandi í framþróun málefna þess. Notendaráðið getur einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði og rætt ábendingar og tillögur sem koma frá notendum þjónustunnar, þó ekki er varða einstaklingsmál.
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Áskorun f. Félagi eldri borgara

2003215

Lögð fram áskorun frá Öryrkjabandalagi Íslands og félagi eldri borgara til stjórnvalda um að gleyma engum í því neyðarástandi sem nú ríkir. Nefndin tekur undir nauðsyn þess að huga að þessum þáttum og telur að bæði samfélagið og sveitarféalgið hafi bruðist við til að koma til móts við þessar þarfir. Má þar nefna að reynt er að halda úti þjónustu við fatlaða og aldraða eins og hægt er og gerðar hafa verið ráðstafanir til að aðstoða fólk sem á þarf að halda við að ná sér í aðföng. Félagsstafi aldraðra var lokað í sóttvarnarskyni í byrjun mars og matur er í staðinn sendur heim til þeirra þjónustuþega sem höfðu borðað þar og þyggja að fá mat sendan heim.
Umsjónarmaður félagsstafs/verkstjóri heimaþjónustu er í sambandi við þessa aðila með símtölum og innliti þegar matur er keyrður út.
Verslanir á svæðinu senda vörur heim til íbúa í Borgarnesi og sveitarfélagið í samstarfi við
Rauða Krossinn býður öldruðum í dreifbýli aðstoð við að fá sendan mat heim. Verið að skoða
leiðir fyrir þá sem ekki geta pantað og greitt á netinu.
Heimilishjálp hefur haldist að mestu en haft er samband við þjónustuþega fyrir hverja
heimsókn til að gagna út skugga um að fólk vilji þjónustuna eða telji rétt að afþakka hana. Lögð er áhersla á að starfsfólk nýti sóttvarnarleiðir. Hringt er í alla 80 ára og eldri sem búa heima til að athuga aðstæður þeirra og hvort þá vanti aðstoð.
Breytingar hafa verið gerðar á þjónustu við fatlaða í sóttvarnarskyni en áherlsa er lögð á að vera í sambandi við þjónustuþega til að koma í veg fyrir félaglega einangrun.

Fundi slitið - kl. 12:00.