Fara í efni

Tilkynningaskyldar framkvæmdir

Tilkynningaskyldar framkvæmdir 

Í 2.3. kafla byggingarreglugerðar kemur fram hvenær sækja þarf um byggingarleyfi. Almenna reglan er að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir öllum nýjum mannvirkjum, viðbyggingum og breytingum til dæmis á útliti, burðarkerfi og lagnakerfum. Ýmsar minniháttar framkvæmdir sem tilgreindar eru í 2.3.5. gr. eru þó undanþegnar byggingarleyfi. Sumar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi þarf að tilkynna til leyfisveitanda og má þá ekki hefja framkvæmdir fyrr en borist hefur tilkynning frá leyfisveitanda um að framkvæmdin sé í samræmi við skipulagsáætlanir og innan þeirra marka sem tilgreind eru í 2.3.5. gr.

Nýjustu útgáfu byggingarreglugerðar má nálgast á vef Mannvirkjastofnunar.

Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar og málsmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda má nálgast hér.

Sótt er um tilkynningaskyldar framkvæmdir í gegnum Þjónustugátt Borgarbyggðar.