Fara í efni

Framkvæmdir á Kleppjárnsreykjum miðar vel áfram

Framkvæmdir á Kleppjárnsreykjum miðar vel áfram

Framkvæmdir á leikskólanum við Kleppjárnsreyki ganga vonum framar og er verkið á áætlun sem er mikið gleðiefni.

Búið er að mála húsið að innan og í síðustu viku var unnið að því að setja glugga á bygginguna. Næsta skrefið er að setja upp innréttingar og fljótlega verður farið að huga að lokafrágang.

Borgarbyggð hefur samið við verktaka til að sjá um lóðaframkvæmdir og vonast er til þess að sú vinna hefjist á næstum dögum. Framkvæmdirnar verða tilbúnar fyrir opnun leikskólans.

Stefnt er að því að opna nýjan og glæsilegan leikskóla á Kleppjárnsreykjum 15. ágúst n.k.