Fara í efni

Rafmagn og ljósleiðari

Rafmagn og ljósleiðari

Rarik hóf lagningu þriggja fasa rafmagnsstrengs niður að Leirulæk, Leirulækjarseli og Lambastöðum á Mýrum í gær. Jafnhliða verður ljósleiðararör plægt niður.

 

Verktaki er Þórarinn Þórarinsson og vinnuflokkur RARIK í Borgarnesi annast verkeftirlit og tengingar. Ef allt gengur að óskum er áætlað að háspennustrengurinn verði kominn að Lambastöðum í næstu viku.