Íbúafundir
24. febrúar, 2021
Vel heppnaður íbúafundur í síðustu viku
Fyrsti alstafræni íbúafundur sveitarfélagsins var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar s.l. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var því miður ekki hægt að bjóða íbúum og gestum að mæta á staðinn, þess í stað gafst áhorfendum tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni með því að senda inn spurningar og/eða athugasemdir í gegnum athugasemdakerfið Slido.