Fara í efni

Íbúafundir um ljósleiðaramál í Borgarbyggð

Íbúafundir um ljósleiðaramál í Borgarbyggð

Tveir íbúafundir verða haldnir á næstu dögum um undirbúning að ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð. Þeir verða haldnir í Brúarási mánudaginn 24. október n.k. og í Lyngbrekku þriðjudaginn 25. október. Báðir fundirnir hefjast kl. 20:00. Á fundinn mætir Guðmundur Daníelsson ráðgjafi sem hefur verið ráðinn til að vinna að frumhönnun og gerð kostnaðarmats fyrir ljósleiðarakerfi í Borgarbyggð. Hann hefur unnið að slíkum verkefnum á undanförnum árum hjá öðrum sveitarfélögum. Guðmundur mun kynna undirbúningsvinnu vegna verkefnisins, vinnuferlið og fleira sem verkefnið varðar á þessu stigi og svara spurningum. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem varðar íbúa sveitarfélagsins miklu. Sveitarstjóri