Fara í efni

Dagur læsis í Klettaborg

Dagur læsis í Klettaborg

Í byrjun september var Dagur læsis haldinn hátíðlegur í Klettaborg. Af því tilefni fengu öll börnin í leikskólanum bókasafnskort að gjöf frá bókasafninu. 

Sævar Ingi héraðsbókavörður afhenti elstu börnunum kortin á bókasafninu en yngri börnin fengu kortin afhent í leikskólanum.

Þetta er mikilvægt samstarfsverkefni sem hefur það að markmiðið að auka lestur bóka og örva þar með málþroska leikskólabarna.