Ytri-skeljabrekka - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Fyrirhugað er að stækka frístundabyggð (F45) í landi Ytri-Skeljabrekku úr 25 ha í 44 ha og skilgreina tvö íbúðarsvæði (Í7 og Í8). Núverandi byggð er hvorki í samræmi við gildandi aðalskipulag né deiliskipulag. Í gildandi aðalskipulagsáætlun er skilgreind landnotkun á skipulagssvæðinu, frístundabyggð (F45) og landbúnaður.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 198. fundi sínum þann 14.05.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ytri-skeljabrekka - Tillaga að deiliskipulagi
Svæðið er 44 ha að stærð í hlíðum Brekkufjalls. Skilgreindar eru 40 lóðir, 37 frístundalóðir og 3 íbúðarlóðir. Til norðurs afmarkast svæðið af veghelgunarsvæði Borgarfjarðarbrautar (50), sem er 15 m frá miðlínu vegar, til austurs við Skiplæk, til suðurs af Brekkufjalli og til vesturs af landamerkjum við Árdal.
Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 3. ágúst n.k. Tillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 19. júní til 3. ágúst 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillögur þeim sem þess óska sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433 7100.