Fara í efni

Spurt og svarað

//

Græna tunnan

Hvað á ég að setja í grænu tunnuna?

Græna tunnan er fyrir allan pappir, bylgjupappa, plastumbúðir og minni málmhluti eins og til dæmis niðursuðudósir, lok o.fl.

Þarf ég að skola plastumbúðir áður en ég set þær í grænu tunnuna?

Já, það er nauðsynlegt að skola plastumbúðir áður en þær fara í grænu tunnuna. Hvorki mataleifar né efnaleifar mega vera í plastinu því þá eru það ekki tækt til endurvinnslu.

Má ég setja sprittkerakoppa í grænu tunnuna?

Já það mátt þú. Gættu þess að þeir séu hreinir og þurrir.

Má ég setja umbúðir af snakki og kexi í grænu tunnuna?

Já það er í lagi svo lengi sem umbúðirnar eru hreinar og þurrar.

 Má ég setja jólapappír í grænu tunnuna?

Já, það má setja jólapappír í grænu tunnuna en límbönd og gjafaborðar fara í gráu tunnuna.

Þarf að rífa plasttappa ef fernunum?

Nei það er til sérstakur endurvinnsluferill fyrir slíkar fernur þar sem tapparnir  eru aðgreindur frá.

Þarf að rífa álfilmu innan úr djúsfernum?

Nei það er til sérstakur endurvinnsluferill fyrir slíkar fernur þar sem filman er aðgreind frá.

 

Brúna tunnan

Hvað má ég setja í lífrænu tunnuna?

Brúna tunnan er fyrir matarafganga, plöntur og fleira lífrænt sem fellur til á heimilum.

Má ég setja bein í brúnu tunnuna?

Bein og kjötafgangar sem geta innihaldið heila- eða mænuvef úr sauðfé eða nautgripum eiga að fara í svörtu tunnuna. Sama gildir um stór bein s.s. af lambalæri.  Önnur bein og kjötafgangar mega fara í brúnu tunnuna.

 

Gráa tunnan

Gámasvæðið

Annað

Hvar fæ ég maíspoka?

Maíspokar fást í öllum helstu matvöruverslunum

Hvernig veit ég hvort umbúðir eru plast, pappi eða ál?

Góð þumalfingursregla er sú að plast sléttir aftur úr sér eftir að það er krumpað en ál helst krumpað áfram. Pappír er hægt að rífa. Í sumum tilvikum er um blandaðar umbúðir að ræða sem ekki er einfalt að aðgreina í plast, pappa eða ál.

Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er sérgeindur endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfilmur frá.

Hvar á ég að setja hundaskítinn?

Hundaskítur í poka fer í gráu tunnuna.

Hvernig á ég að flokka málma?

Litlir málmhlutir s.s. lok af krukkum, álbakkar og niðursuðudósir fara í grænu tunnuna. Það er ekki nauðsynlegt að plokka pappírinn af niðursuðudósunum.

Hvernig sé ég hvenær tunnan er losuð hjá mér næst?

Sorphirðudagatöl okkar eru aðgengileg hér:

Þéttbýli 2020

Dreifbýli 2020

Hvers vegna að flokka?

Náttúran er takmörkuð auðlind sem ber að nýta vel. Endurvinnsla sparar auðlindir jarðar, orku og dregur úr urðun. Sem dæmi um orkusparnarð þá krefst endurvinnsla áls aðeins 5% þeirrar orku sem þarf við frumvinnslu áls. Í tilviki pappírs þarf 60% minni orku við endurvinnslu pappírs en frumvinnslu hans. Endurvinnsla pappírs sparar auðlindir því fyrir hvert tonn af endurunnum pappír sparast 17 tré.

Þar að auki veldur endurvinnsla mun minni mengun en frumvinnsla. Sem dæmi má taka að við endurvinnslu pappírs myndast 70% minni loftmengun en við frumvinnslu hans.

Með því að flokka og endurvinna lengjum við líftíma urðunarstaða þannig að lengri tími líður þar til við þurfum að finna nýjan. Til dæmis sparast allt að 3m3 í landfyllingu fyrir hvert tonn af pappír sem fer í endurvinnslu.

 Hvers vegna eru misjafnar flokkunaráherslur á milli sveitarfélaga?

Sveitarfélög setja reglur um meðhöndlun úrgangs.  Þessar reglur miða að því að uppfylla skilyrði og markmið sem samþykkt er af Alþingi og eru skuldbindandi fyrir Íslendinga. Hvert sveitarfélag ákveður síðan þjónustustigið og þær aðferðir sem eru notaðar.