Skotæfingasvæði í landi Hamars – skipulagsauglýsingar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 170. fundi sínum þann 14. maí 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur:

Skotæfingasvæði í landi Hamars – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Breyta á landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í opið svæði til sérstakra nota. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunnan við skotæfingasvæðið. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu, frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og verður samnýttur með núverandi reið- og gönguleið. Málsmeðferð verður samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Skotæfingarsvæði í landi Hamars – Tillaga að nýju deiliskipulagi.

Markmið deiliskipulags er að byggja upp skotæfingasvæði á 16, 7 ha svæði skammt norður af Borgarnesi. Á svæðinu er gert ráð fyrir 7 bílastæðum, félagshúsi, skeet-velli, riffilbraut og göngustíg frá bílastæði að skeet-velli, og meðfram riffilbraut að takmarki og kúlufangi. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 10. desember til 21. janúar 2019 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.

Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 21. janúar 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Miðvikudaginn 19. desember 2018 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögurnar verða kynntar þeim sem þess óska.

Uppdrætti og skjöl má finna undir https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/