176-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 176

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 10. október 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson, Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Lilja Björg Ágústsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Ólafsson

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

 

Í upphafi kannaði forseti hvort einhverjir hefðu athugasemdir við fundarboðun og tíma. Svo var ekki.

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra 2018 – 1801042
Eiríkur Ólafsson staðgengill sveitarstjóra flutti skýrslu sveitarstjóra í fjarveru hans.
2. Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 175 – 1809002F
Fundargerðin framlögð

Til máls tók GE.
Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi fyrirspurn.“Undirrituð óskar eftir því að fá skriflegar upplýsingar um stöðu á héraðsdómsmáli Hús og Lóða ehf gegn Borgarbyggð á næsta byggðarráðfundi“.

3. Byggðarráð Borgarbyggðar – 462 – 1809004F
Fundargerð 462. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
3.1 1808211 – „Brúin til framtíðar“ – 2018 – 2022
Lögð fram til kynningar verkefnatillaga KPMG um framhald verkefnisins „Brúin til framtíðar“ Árið 2015 vann KPMG úttekt á rekstri, greiningu og úrvinnslu í fjármálum Borgarbyggðar. Markmiðið með vinnunni var að ná fram niðurstöðum og aðgerðaráætlun sveitarstjórnar sem unnt er að vinna bæði til lengri og skemmri tíma. Á þennan hátt aðstoðaði KPMG lykilstjórnendur og kjörna fulltrúa við að setja fram drög að aðgerðaráætlun sem byggir á ákvörðunum sveitarstjórnar. KPMG hefur sett upp áþekka áætlun sem nær yfir árin 2019-2022. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með að verkefninu „Brúin til framtíðar“ verði framhaldið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við KPMG um verkið. Lögð er áhersla á að vinna við áætlunina hefjist sem fyrst. Byggðarráð leggur áherslu á að niðurstaða þessarar vinnu verði aðgengileg fyrir íbúa t.d. með myndrænni framsetningu á vef Borgarbyggðar.
Til máls tók MSS,
3.2 1808170 – Stígagerð í Borgarnesi
Sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs tillögu umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar að 5.0 millj. kr. fjárveiting til svokallaðs Hamarstígs verði frekar nýtt til áframhaldandi stígagerðar við Borgarvog. Byggðarráð telur rétt að fara yfir framkomnar hugmyndir um þetta mál með starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs áður en frekari ákvörðun verði tekin. Fyrirætlanir um lagningu stígs til golfvallarins á Hamri eru ekki lagðar til hliðar heldur kom í ljós að undirbúningur varð tímafrekari og flóknari en ætlað var. Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.

Til afgreiðslu í sveitarstjórn

Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
3.3 1809010 – Ljósleiðari í Borgarbyggð – útboð
Útboð ljósleiðara í Borgarbyggð. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi mætti til fundarins. Einnig sat Eiríkur Ólafsson fundinn undir þessum lið. Guðmundur upplýsti um stöðu útboðs ljósleiðara í Borgarbyggð og fleiri atriði sem tengjast þessu verkefni. Búið er að breyta ákvæðum um hæfisskilyrði bjóðenda í útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa.
Til máls tóku HLÞ, FL,
3.4 1809088 – Krókur í Norðurárdal – minnisblað
Með tilvísan til fyrirspurnar Guðveigar Eyglóardóttur um stöðu mála í gagnstefnu eigenda Króks í Norðurárdal á fundi sveitarstjórnar þann 13. september sl. lagði sveitarstjóri fram minnisblað um málið. Gagna hefur verið aflað bæði varðandi aðalstefnu og gagnstefnu og verður málið lagt fyrir héraðsdóm fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá lögmanni sveitarfélagsins í þessu máli.
3.5 1808212 – Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar – endurskoðun
Í tengslum við umræður um þörf fyrir endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar hvað varðar skipan nefnda sveitarfélagsins voru lögð fram minnisblöð frá sviðsstjórum þar sem þeir reifuðu sínar áherslur og ábendingar inn í umræðurnar. Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að tillögum um breytingar á samþykktum. Ennfremur felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna aðkomu ráðgjafa varðandi gæðamál og yfirferð á nefndaskipan.
Til máls tók MSS,FL, MSS,
3.6 1809019 – Vatnsöflun við Norðurá – áætlun
Framlögð kostnaðaráætlun frá Verkís hf. vegna vatnsöflunar við Norðurá. Byggðarráð fagnar framkomnum upplýsingum og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Til máls tók HLÞ,
3.7 1809086 – Stýrihópur um heilsueflandi samfélag
Skipan fulltrúa sveitarfélagsins í stýrihóp um heilsueflandi samfélag. Silja Eyrún Steingrímsdóttir var skipuð fulltrúi Borgarbyggðar í hópinn.
Til afgreiðslu í sveitarstjorn.
Afgreiðsla þessa fundar: Sveitarstjorn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
3.8 1809026 – Sjónarhóll, ný landareign (Ölvaldsstaðir 1)
Lögð fram umsókn um stofnun lóðar í landi Ölvaldsstaða, lnr. 135193, af hálfu eigenda jarðarinnar, Önnu S. Hallgrímsdóttir, kt. 230460-7369. Umhverfis- og skipulagssvið hefur lagt mat á umsóknina og gerir ekki athugasemd. Byggðarráð samþykkti umsóknina.
Til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjorn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
3.9 1809045 – Langárfoss lnr. 135938 – breyting aðalskipulags
Lögð fram til kynningar greinargerð um fyrirætlanir eigenda Langárfoss um breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Langá sem fela í sér færslu á vegi, skipulagningu lóða og byggingu þjónustumiðstöðvar og fyrirhugaða skógrækt. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér nauðsyn á breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Langá. Fyrirtækið Landvit, ráðgjöf og mat vann greinargerðina. Byggðarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að taka við málinu.
3.10 1809048 – Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða
Lagt fram til kynningar erindi SSV frá 12. september sl. þar sem skýrt er frá því að nýverið hefði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skýrt frá að opnaði hefði verið fyrir umsóknir landshlutasamtaka í verkefni sem skilgreint er í byggðaáætlun sem „sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða“. Í þessum potti eru 120 m.kr. til úthlutunar sem landshlutasamtökin sjö á landsbyggðunum geta sótt í. Ráðuneytið hefur útbúið reglur um úthlutun úr þessu verkefni, auk þess sem í auglýsingu er skilgreint hvaða forsendur séu lagðar til grundvallar við úthlutun. Þar kemur fram að horft verði sérstaklega til eftirfarandi atriði: Sérstök áhersla verður lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem eru líkleg til að hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með fyrrgreint verkefni og fól sveitarstjóra að undirbúa viðbrögð Borgarbyggðar við erindinu sem verði lagt fyrir byggðarráð.
3.11 1809100 – Tilnefning í Stjórn SSV
Byggðarráð tilnefnir eftirtalda í stjórn SSV: Lilju Björg Ágústdóttur og Guðveigu Eyglóardóttur. Til vara: Davíð Sigurðsson og Magnús Smári Snorrason.
Til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
3.12 1809050 – Upptökur fyrir sjónvarpsþáttaseríu.
Sveitarstjóri skýrði frá viðræðum við kvikmyndafyrirtæki sem hefur hug á að fá aðstöðu í Ráðhúsi Borgarbyggðar til upptöku á hluta af sjónvarpsþáttarseríu. Um væri að ræða tökur innanhúss samtals í þrjá daga í októbermánuði n.k. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með nýstárlegt verkefni og fól sveitarstjóra að annast samskipti við forsvarsaðila verkefnisins. Leitast yrði við að raska sem minnst starfsemi ráðhússins á meðan á tökum stæði.
3.13 1809082 – Almannavarnanefnd á Vesturlandi – stofnskjöl
Lögð fram til kynningar stofnskjöl fyrir nýskipaða almannavarnarnefnd Vesturlands. Sveitarstjóri og slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar sitja í nefndinni. Nefndin hefur þegar haldið fyrsta fund sinn.
3.14 1809024 – Hafnasambandsþing 2018
3.15 1806018 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – verkfundir
3.16 1809025 – Fundargerð 862. fundar stjórnar sambandsins
3.17 1809023 – Fundargerd_405_hafnasamband
3.18 1809022 – 208. fundur í Safnahúsi
3.19 1804152 – Aðalfundur 2018 – 4.maí 2018
4. Byggðarráð Borgarbyggðar – 463 – 1809008F
Fundargerð 463. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
4.1 1809137 – Grímshús – samningur við MMG
Í febrúar 2014 gerðu Borgarbyggð og Grímshúsfélagið með sér samning um að Grímshúsfélagið, í umboði Borgarbyggðar, tæki að sér að annast endurbyggingu Grímshúss. Með fyrrgreindu samkomulagi féll úr gildi eldra samkomulag um sama efni frá árinu 2011. Á þeim árum sem liðin eru frá fyrrgreindu samkomulagi hefur Grímshúsfélagið unnið af miklum metnaði og atorku að endurgerð hússins. Á liðnu vori barst sveitarfélaginu erindi frá fyrirtækinu Martins Millers Gin í Englandi þar sem fyrirtækið lýsir yfir áhuga sínum á að leigja Grímshús til 25 ára til að setja upp kynningar- og gestastofu fyrir vínframleiðslu sína. Það er gert í þeim tilgangi að leggja áherslu á þá sérstöðu fyrrgreinds gins sem byggir á notkun vatns frá Borgarnesi við framleiðsluna. Ef fyrirætlanir fyrirtækisins ganga eftir þá er fyrirhugar það að reisa húsnæði í nágrenni Grímshúss til að hýsa framleiðslu og geymslulager fyrir framleiðsluna. Fyrirætlanir fyrirtækisins voru strax í upphafi kynntar fyrir stjórn Grímshúsfélagsins sem hefur fjallað um málið á nokkrum stjórnarfundum. Einnig hefur verið fjallað um málið á félagsfundi þess. Stjórnin hefur fagnað framkomnum hugmyndum um nýtingu Grímshúss. Einnig hefur félagsfundur tekið jákvæða afstöðu til framkomins erindis Martins Millers Gins um leigu á Grímshúsi. Stjórn félagsins hefur í umfjöllun sinni lagt áherslu á eftirfarandi atriði sem m.a. komu fram í fundargerð stjórnarfundar þann 13. september sl.:
a. Tryggt sé að eignarhald sveitarfélagsins á Grímshúsi verði aldrei skert.
b. Tryggt sé að afloknum leigutíma þá geti Borgarbyggð leyst húsið til sín án fjárútláta ef samningar um áframhaldandi samstarf takast ekki.
c. Tryggt verði að ef að einhverjum ástæðum hætti leigutaki starfsemi í húsinu áður en leigutíma líkur, falli eignarhald á öllu sem gert hefur verið í og við húsið til sveitarfélagsins án þess að til greiðslu komi af hendi sveitarfélagsins
d. Undirbúningsvinna og frágangur innréttinga í húsinu verði unnin í nánu samstarfi við sveitarfélagið.
e. Tryggt verði það markmið Grímshúsfélagsins að í húsinu verði útgerðarsaga Borgarness varðveitt og sýndur sómi.
f. Tryggt verði að saga hússins (upprunalegt hlutverk, hnignun þess og endurreisn) verði varðveitt og sé sýnileg gestum.
g. Tryggt verði að minning þeirra sem höfðu frumkvæði um endurreisn hússins verði varðveitt og sýnileg.
h. Mögulegt verði að varðveita líkön af skipum sem gerð voru út frá Borgarnesi í húsinu.
i. Sveitarfélagið hafi möguleika á að nýta húsið fyrir samkomur og minni mannfagnaði.
j. Stefnt skal að því í eins miklum mæli og mögulegt er að samstarf verði við heimaaðila í öllu því sem varðar þær framkvæmdir sem fram undan eru svo og rekstur hússins til framtíðar.
k. Stjórnin telur að ekki eigi að nýta uppsagnarfrest þann sem kveðið er á um í samningum milli Grímshúsfélags og Borgarbyggðar, heldur verði húsið afhent Borgarbyggðar strax í þvi ástandi sem það er í nú.
l. Þess verði gætt að sett verði tímamörk á framkvæmdir þannig að framkvæmdir við frágang dragast ekki óhóflega (með því er átt við meira en ca 3 ár).Byggðarráð tekur undir þær áherslur stjórnar Grímshúsfélagsins sem koma fram í fyrrgreindri bókun og leggur áherslu á að unnið verði eftir þeim í fyrirhuguðum samningaviðræðum við Martins Millers Gin um leigu fyrirtækisins á Grímshúsi. Byggðarráð felur sveitarstjóra og Inga Tryggvasyni lögmanni að annast samningaviðræður fyrir hönd Borgarbyggðar um frágang leigusamnings á Grímshúsi til fyrirtækisins. Byggðarráð leggur áherslu á að afhending Grímshúsfélagsins í núverandi mynd fari fram með formlegum hætti til heiðurs þeim einstaklingum sem hafa borið hitann og þungann af björgun og endurreisn Grímshúss. Með þeim hugmyndum, sem fyrir liggja um nýtingu hússins, hafa upphafleg markmið um endurgerð og nýtingu Grímshúss náðst, samfélaginu til heilla.
Til máls tók MSS,
4.2 1808190 – Grímshús – tilboð
Tilboð Sigvalda Arasonar, Borgarbraut 65, frá 28. ágúst 2018, um kaup eða leigu á Grímshúsi. Byggðarráð þakkar framkomið erindi en með hliðsjón af afgreiðslu 1. dagskrárliðar telur byggðarráð ekki fært að ganga til samninga við Sigvalda Arason um kaup eða leigu á Grímshúsinu og hafnar því framkomnu erindi hans.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
4.3 1809043 – Yfirlýsing vegna jafnvægisvogar
Framlögð til kynningar yfirlýsing vegna jafnvægisvogar sem send er frá Félagi kvenna í atvinnulífinu, dags. 11. September sl.
4.4 1807011 – Endurgreiðsla fasteignagjalda af lóðum í landi Eskiholts II, bréf
Framlögð krafa um endurgreiðslu fasteignagjalda vegna sumarhúsalóða við Birkibrekku, Furubrekku og Þverbrekku í landi Eskiholts II, dags. 20. Júní 2018, frá eigendum lóðanna Birnu Kristínu Baldursdóttur og Bergi M. Jónssyni. Einnig er óskað eftir því að deiliskipulag fyrir svæðið verði sett í ferli á nýjan leik. Erindinu vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til umfjöllunar.
4.5 1809114 – Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar yfirlit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 21. September 2018, um lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Byggðarráð þakkar fyrrgreint yfirlit sem er gagnlegt fyrir þá sem starfa að sveitarstjórnarmálum.
4.6 1809115 – Húsnæðisframlag 2019 – erindi.
Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Brákarhlíðar, dags. 21. September 2018, þar sem kynnt er upphæð framlags þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að Hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð á hvern íbúa. Framlagið er óbreytt frá fyrra ári eða 6.960.- kr. Byggðarráð samþykkir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjorn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
4.7 1809124 – Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna 2019
Til máls tók GE, MSS,
4.8 1809092 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018
Lögð fram til kynningar dagskrá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica dagana 11. og 12. október n.k. Byggðarráð hvetur kjörna fulltrúa í sveitarstjórn og hlutaðeigandi starfsmenn til að sækja ráðstefnuna.
4.9 1809122 – Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis
Framlagt til kynningar erindi SSV, dags. 23. September sl., þar sem kynntur er fyrirhugaður fundur þingmanna kjördæmisins með fulltrúum sveitarstjórna á vesturlandi. Fundurinn verður haldinn í Borgarnesi þann 4. Október n.k.
4.10 1809126 – Sóltún 15 – Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Ómars Péturssonar f.h. PJ bygginga ehf kt: 6701032260 Hvanneyrargötu 3 um lóð að Sóltúni 15. Hvanneyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Byggðarráð samþykkti umsóknina.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
4.11 1808065 – Borgarbraut 55 – bréf 20.8.2018
Framlagt til kynningar uppkast að samkomulagi við lóðarhafa að Borgarbraut 55. Byggðarráð ræddi uppkastið ítarlega og samþykkti að vinna málið áfram á grundvelli þess. GAE sat hjá við afgreiðslu málsins. Lóðarhafar verða boðaðir á fund með byggðarráði innan fárra daga þar sem tillögurnar verða kynntar.
4.12 1804067 – Áætlun um ljósleiðara, Reykholt – Húsafell
Lagning ljósleiðara frá Reykholti að Húsafelli. Sveitarstjóri kynnti viðræður milli Borgarbyggðar og ferðaþjónustunnar í Húsafelli um lagningu ljósleiðara frá Reykholti fram að Húsafelli. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi: „Fulltrúar Ferðaþjónustunnar Húsafelli ehf hafa lýst yfir áhuga á að sameinast með Borgarbyggð um lagningu á ljósleiðarastreng frá Reykholti að Húsafelli. Byggðaráð felur verkefnastjóra ljósleiðaraverkefnis, í samráði við sveitarstjóra, að leiða samningaviðræður við fulltrúa Ferðaþjónustu Húsafells ehf á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir.“
Byggðarráð lýsir ánægju með samstarf við Ferðaþjónustuna í Húsafelli ehf um verkefnið.
4.13 1809138 – Bókun aðalfundar SSV um málefni VÍS
Byggðarráð Borgarbyggðar tekur undir bókun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem bókuð var á haustþingi samtakanna síðastliðinn föstudag. Bókun SSV hljómar svo:

„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þér fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðarmót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.“

Ljóst er að eitt af útibúum VÍS er staðsett í Borgarnesi og á að loka því um næstu mánaðarmót. Byggðarráð ályktar að það sé ljóst að ákveðnar breytingar eru óhjákvæmilegar í ljósi hraðra framþróunar á sviði tækni- og samskiptamála. Þó er ljóst að það er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti rekið starfsstöðvar sínar annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu og sinnt sínum störfum þaðan en í ljósi þess er eðlilegt að horfa einnig til þróunar í byggðarmálum. Byggðarráð hvetur fyrirtæki til að sína samstöðu um að standa vörð um störf í sinni heimabyggð og úti á landsbyggðinni og tekur áskorun SSV um að endurskoða viðskipti við umrætt fyrirtæki.

Við síðasta útboð um tryggingar fyrir Borgarbyggð áskildi Borgarbyggð sér fullan rétt til að gera það að ákvörðunarástæðu fyrir því að að tilboði yrði tekið, að það tyggingarfélag sem samið verði við hafi opna umboðsskrifstofu í Borgarbyggð með daglegan opnunartíma virka daga. Tekið var tilboði frá VÍS eftir framangreint útboð og í ljósi ofangreinds er um að ræða forsendubrest þar sem áætlað er að loka útbúi tryggingarfélagsins í Borgarbyggð. Því verður þessi samningur tekinn til endurskoðunar af hálfu sveitarfélagsins.

4.14 1806018 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – verkfundir
4.15 1809113 – Fundargerð Faxaflóahafna sf. 21. september 2018 Fundur nr. 172
5. Byggðarráð Borgarbyggðar – 464 – 1810001F
Fundargerð 464. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
5.1 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti stöðuna við vinnu að gerð fjárhagsáætlunar.
Til máls tóku GE, HLÞ,
5.2 1810009 – Fjárhagur 2018 – milliuppgjör 31.7.2018
Lagt fram milliuppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2018. Fulltrúi KPMG, Haraldur Ö. Reynisson, mætti til fundarins og skýrði helstu niðurstöður. Þær eru helstar að að tekjur A-hluta eru hærri fyrstu sjö mánuði ársins en áætlað var og gjöld eru lægri um sömu fjárhæð. Rekstrarniðurstaða er því um 200 m.kr. hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir sömu mánuði.
Til máls tók HLÞ,
5.3 1810012 – Grímshús
Byggðarráð fór til fundar við stjórn Grímshússfélagsins í Grímshúsi. Þar afhenti stjórnin byggðarráði lykla að húsinu á formlegan hátt í framhaldi af því að hún hafði mælt með því að Borgarbyggð gengi til samninga við framleiðenda Martin Millers Gin (The Reformed Spirits Company ltd) um leigu á Grímshúsi undir starfsemi sína. Byggðarráð færði stjórn Grímshússfélagsins þakkir fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag við björgun og varðveislu hússins.
Til máls tóku HLÞ, GE,
5.4 1810013 – Tryggingar Borgarbyggðar
Byggðarráð ræddi stöðuna tryggingarmála í framhaldi af lokun á skrifstofu VÍS í Borgarnesi. Þar sem eitt af skilyrðum þess fyrir að gengið var til samninga við VÍS og tryggingar sveitarfélagsins var að tryggingarfélagið starfrækti skrifstofu í Borgarnesi telur byggðarráð að lokun skrifstofunnar jafngildi uppsögn samnings VÍS um tryggingar hjá Borgarbyggð. Byggðarráð fól sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasvið að annast framhald málsins.
5.5 1808009 – Tilkynning um fund 31.8.2018
Lilja Björg Ágústdóttir fór yfir helstu atriði sem fram komu á fundi þann 31. ágúst sem forsætisráðuneytið hélt um þjóðlendumál.
5.6 1708122 – Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.93/2017. – Egilsgata 6.
Framlagður til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í stjórnsýslukæru nr.93/2017 þar sem byggingarleyfi fyrir Egilsgötu 6 er fellt úr gildi. Ástæða þess að byggingarleyfið var fellt úr gildi var að liðið hafði meir en ár frá því grenndarkynningu lauk þar til byggingarleyfi var gefið út. Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að lúkningu málsins.
Til máls tóku GE, LBÁ,
5.7 1801001 – Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.158/2017 – Ikan ehf.
Framlagður til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála v. stjórnsýslukæru nr.158/2017 þar sem nefndin úrskurðar að Borgarbyggð skuli svara erindi frá Ikan ehf frá 10. október 2017 þar sem óskað var eftir tilteknum gögnum sem sneru að samskiptum Borgarbyggðar v. eigenda að Egilsgötu 6. Sveitarstjóri skýrði frá að umbeðin gögn hefðu verið póstlögð til Ikan ehf þann 31. október 2017 og teldist því erindi Ikan ehf frá 10. október 2017 hafa verið svarað innan eðlilegs tíma. Málsatvik hafa verið kynnt fyrir Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, ásamt því að umbeðin gögn ásamt meðfylgjandi bréfi sem póstlagt var þann 31. október 2017 hafa verið send til nefndarinnar ásamt því að þau hafa verið send á nýjan leik til Ikan ehf í ábyrgðarpósti.
5.8 1809129 – Umsókn um lóð – Berugata 3
Lagt fram til kynningar erindi Pálma Ingólfssonar f.h. Trésmiðju Pálma kt 590515-1130, dags. 24. september 2018, þar sem sótt er um lóð að Berugötu 3 til að byggja þar 3-5 íbúða raðhús á einni hæð, 80-100 m2 íbúðir. Byggðarráð vísaði erindinu til Umhverfis- og skipulagssviðs til áframhaldandi tæknilegrar úrvinnslu. Ekki er unnt að úthluta lóðinni að svo stöddu.
5.9 1611229 – Þjóðlendukröfur – niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B
Lagt fram erindi frá Páli A. Pálssyni lögmanni sem farið hefur með forsvar f.h. Borgarbyggðar og Helgavatns í máli til ógildingar á úrskurði Óbyggðanefndar frá 11. október 2016. Páll hyggst láta af störfum vegna persónulegra aðstæðna. Hann leggur til að Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður hjá Pacta, sem hefur unnið með Páli að máli þessu, taki við málinu. PÁP mun verða honum til ráðgjafar ef þörf reynist. Fyrir liggur afstaða eigenda Helgavatns með tölvupósti frá 26. September 2018 þar sem þeir eru samþykkir fyrrgreindri tillögu. Byggðarráð samþykkti að Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður hjá Pacta, taki við málinu úr höndum Páls A. Pálssonar lögmanns.
GE situr hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs með 5 atkv. SSÁ, GE, FL og DS sitja hjá.Til máls tók FL, HLÞ,
5.10 1810007 – Net – og símasamband í Hítardal
Lagt fram til kynningar erindi frá Finnboga Leifssyni, bónda í Hítardal, dags. 30. September 2018, ásamt meðfylgjandi ódagsettu bréfi frá Vodafone þar sem tilkynnt er að Vodafone muni leggja af þráðlaust fjarskiptakerfi Lofthraða/eMax um næstkomandi áramót. Afleiðing þess verður að Hítardalur verður án fjarskiptasambands í kjölfar þess. Ekki er kunnugt, enn sem komið er, um fleiri bæi í Borgarbyggð sem lenda í sömu stöðu vegna þessara breytinga. Með tilvísan til samnings sem gerður var um þessi mál á árinu 2004 við Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhrepp og Skorradalshrepp og ekki hefur verið sagt upp þá hefur sveitarstjóri ritað Vodafone bréf þar sem farið er fram á viðræður um þá stöðu sem upp kemur í kjölfar lokunarinnar.
5.11 1809152 – Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarbraut 55 – starfsleyfi
Lagt fram til kynningar erindi Heildbrigðisfulltrúa Vesturlands frá 28. September vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Bifreiðaþjónustu Harðar að Borgarbraut 55. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ítreka ósk byggðarráðs frá 30. ágúst sl. um fund vegna málsins með formanni Heilbrigðisnefndar Vesturlands og framkvæmdastjóra nefndarinnar.
5.12 1809151 – Eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet ehf.
Lagt fram til kynningar erindi forstjóra Límtrés Vírnets frá 27. September sl. þar sem tilkynnt er að Hér með tilkynnist að Kristján Jóhannesson, kt. 210245-4489, hefur samþykkt að selja alla hluti sína í Límtré Vírnet ehf. (hér eftir nefnt „félagið“), til félagsins. Um er að ræða alls 200.000 hluti að nafnverði kr. 1 hver hlutur, sem jafngilda 0,15% af heildarhlutafé félagsins. Er kaupverðið kr. 3,00 á hlut og skal greiðast með reiðufé samhliða afhendingu hlutanna, sem fyrirhuguð er hinn 28. nóvember n.k. Samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins hafa aðrir hluthafar félagsins forkaupsrétt að fyrrnefndum hlutum, í réttu hlutfalli við hlutafjáreign. Tekið skal fram að lögum samkvæmt er einungis heimilt að nýta forkaupsrétt að því er varðar alla hina seldu hluti, en ekki einungis hluta þeirra. Af hálfu félagsins er þess vinsamlegast óskað að þeir hluthafar sem falla frá forkaupsrétti sínum vegna kaupanna tilkynni um það með tölvupósti til undirritaðs. Kjósi hluthafi hins vegar að neyta forkaupsréttar að hinum seldu hlutum skal viðkomandi tilkynna það stjórn félagsins innan tveggja mánaða frá dagsetningu tölvupósts þessa, þ.e. eigi síðar en 27. nóvember 2018, sbr. 7. gr. samþykkta félagsins. Byggðarráð samþykkti að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
5.13 1810010 – Átak í söfnun og endurnýtingu raftækja
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ásta Kristínu Guðmundsdóttir, fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Sorpurðunar Vesturlands dags. 1. Október 2018, þar sem vakin er athygli á alþjóðlegu átaki um söfnun raftækja sem blásið verður til þann 13.október n.k. Byggðarráð þakkaði erindið og hvetur til þátttöku stofnana sveitarfélagins í fyrrgreindu átaki. Póstur þess efnis verður sendur forstöðumönnum stofnana.
5.14 1807091 – Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar
Lögð fram tilboð KPMG, VSÓ og Eflu í gerð húsnæðisáætlunar fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti að taka tilboði KPMG þar sem það reyndist hagstæðast.
Til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
Til máls tóku GE, MSS,
5.15 1810015 – Ungmennaþing Vesturlands
Framlagður til kynningar tölvupóstur dags. 1. október frá framkvæmdastjóra SSV þar sem vakin er athygli á fyrsta ungmennaþingi sem haldið hefur verið á Vesturlandi. Þingið verður haldið á Laugum í Sælingsdal dagana 2. og 3. nóvember n.k. Sveitarstjórnarfulltrúum á Vesturlandi er boðið að taka þátt í dagskrá þingsins laugardaginn 3 nóvember. Byggðarráð hvatti til þátttöku kjörinna fulltrúa og/eða sveitarstjóra í þinginu. Erindið skal einnig kynnt í fræðslunefnd.
5.16 1810019 – 176. fundur sveitarstjórnar – breyttur fundartími
Vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður dagana 11. Og 12. Október n.k. samþykkir byggðarráð að breyta fundartíma næsta fundar sveitarstjórnar. Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 10. október n.k. kl. 16.
5.17 1809146 – Frá nefndasviði Alþingis – 19. mál til umsagnar
5.18 1809156 – Frá nefndasviði Alþingis – 25. mál til umsagnar
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að kynna sér framlagt frumvarp og þær forsendur sem mikilvægar teljast í því sambandi.
5.19 1809135 – Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 262 og 263
5.20 1810004 – Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls – fundargerðir
5.21 1810008 – Fundur almannavarnanefndar 31. ágúst 2018
5.22 1801097 – Fundargerðir ráðningarnefndar 2018
Davíð Sigurðsson víkur af fundi við afgreiðslu þessarar fundargerðar kl. 16:48.
Að lokinni kynningu LBÁ tók 1. varaforseti Magnús Smári Snorrason við stjórn fundarins.
6. Byggðarráð Borgarbyggðar – 465 – 1810006F
Fundargerð 465. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
6.1 1810061 – Tillaga að lúkningu máls vegna Borgarbrautar 55
Lokadrög að bréfi frá Pacta lögð fram. Innihald bréfsins rætt. Fundarmenn eru sammála um að endurskoða orðalag á tveimur stöðum í seinni hluta bréfsins og verða athugasemdir sendar á lögmann og óskað eftir að tillit verði tekið til breytinganna. Bréfið er í tveimur liðum og lýtur fyrri hluti þess að tilboði um lúkningu málsins en seinni hluti þess er efnislegt svar við bréfi frá Advocatus dagsett 20. ágúst 2018. Samþykkt að kalla lóðarhafa á fund og ræða við þá um efni bréfsins sem verður sent til hlutaðeigandi. Vonast er til að sátt náist í málinu.
Guðveig Anna Eyglóardóttir lagði fram eftirfarandi bókun
„Undirrituð mun ekki taka afstöðu til einstakra liða í framlögðu bréfi en tekur jákvætt í tillögur að lúkningu máls. Varðandi seinnihluta bréfsins þá situr undirrituð hjá og hvetur fulltrúa í meirihluta til að vinna áfram að því að ná farssælu samkomulagi í málinu“.
Afgreiðsla þessa fundar: Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs á fyrri hluta bréfs samhljóða.

Til máls tóku LBÁ, GE, LBÁ, HLÞ, LBÁ,

Bréf til Advocatus slf

Lilja Björg Ágústdóttir tók við stjórn fundarins. Davíð Sigurðsson kemur aftur til fundar kl. 17:02.
7. Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 172 – 1809003F
Fundargerð 172. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér. Magnús Smári Snorrason formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.
7.1 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Farið yfir tekjuáætlun fyrir árið 2019, skiptingu á málaflokka og tímaáætlun fjárhagsáætlunargerðar. Fjárhagsáætlunin verður á dagskrá á næsta fundi nefndarinnar en þá verður farið nánar yfir áætlanir stofnana sem heyra undir nefndina.
Til máls tóku GE, MSS, GE, HLÞ, GE,
7.2 1809039 – Styrkir til náms 2018-2019
Listi yfir starfsmenn skóla Borgarbyggðar sem hlotið hafa styrk til náms með vinnu lagður fram til kynningar en tíu starfsmenn leikskóla stunda nám með vinnu veturinn 2018-2019 og fjórir kennarar í grunnskólum. Stunda starfsmennirnir ýmist grunnnám eða framhaldsnám og hefur kennurum með meistaranám fjölgað töluvert í skólunum á síðustu árum. Nefndin fagnar því að svo margir bæti við sig námi sem styrkir starf og fagmennsku skólanna.
Afgreiðsla þessa fundar: Sveitarstjórn staðfestir framlagðan lista samhljóða.

Til máls tók GE,

7.3 1809052 – Ársskýrslur skóla 2017-2018
Ársskýrslur skóla lagðar fram. Endurspegla þær það fjölbreytta starf sem fram fer í skólum Borgarbyggðar og hvernig til hefur tekist veturinn 2017-2018. Gefa þær góða mynd af því sem nemendur og starfsfólk eru að fast við í daglegu skólastarfi.
7.4 1809053 – Fjöldi nemenda og starfsfólks í skólum Borgarbyggðar veturinn 2018-2019
Yfirlit yfir starfsmannafjölda og nemendafjölda í skólum Borgarbyggðar lagt fram. Stöðugildi eru úthlutuð í skólana eftir reiknilíkani fyrir leikskóla og reiknilíkani fyrir grunnskóla. Nánar verður farið yfir stöðugildi á næsta fundi nefndarinnar þegar fjárhagsáætlun verður til umfjöllunar. Einnig verður lagt fram yfirlit yfir breytingar á fjölda nemenda síðustu ár.
Til máls tók GE,
7.5 1808169 – Innleiðing í leikskólum vegna nýrra persónuverndarlaga
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur staðið fyrir sameiginlegri vinnu skólastjórnenda varðandi innleiðingu nýrra persónuverndarlaga. Vinna hefur farið fram í grunnskólum og er nú að hefjast fyrir leikskólann. Nefndin fagnar því að Sambandið hafi aðkomu að sameiginlegri vinnu við þetta mikilvæga mál.
7.6 1809056 – Opinn íbúafundur um leikskóla og grunnskóla að Kleppjárnsreykjum
Borgarbyggð mun standa fyrir kynningarfundi vegna framkvæmda við leikskóla og grunnskóla að Kleppjárnsreykjum þriðjudaginn 2. október á Logalandi. Munu skólastjórnendur ræða um þau tækifæri sem felast í samstarfi leikskóla og grunnskóla og hönnuður húss og lóðar segja frá byggingu og lóð.
Til máls tóku SG, GE, LBÁ,
7.7 1705010 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum
Mynduð hefur verið ný byggingarnefnd um leikskólann Hnoðraból sem mun hefja störf í byrjun október. Hún mun hafa eftirlit með framkvæmdinni að Kleppjárnsreykjum.
7.8 1809051 – Skólasóknarkerfi grunnskóla Borgarbyggðar
Nýsamþykkt samræmt skólasóknarkerfi grunnskóla Borgarbyggðar lagt fram til kynningar. Skólasóknarkerfið sýnir þann feril sem mál nemenda fara í ef skólasókn er ekki ásættanleg. Skólasóknarkerfið verður kynnt vel fyrir kennurum og öðru starfsfólki skóla. Einnig fyrir foreldrum, en kerfið er hugsað sem stuðningur við heimilin og fjölskyldur.
7.9 1808041 – Vegna Grunnskólans í Borgarnesi
Bréf frá Erindi – samtökum um samskipti og skólamál lagt fram. Lýsir Erindi yfir ánægju og hrifningu á starfi skólans sem einkennist af andrúmslofti sem hver skólastofnun getur verið stolt af. Viðmót kennara gagnvart nemendum og áhugi skólastjórnenda á umbótum innan skólans verðskuldar að á því sé vakin athygli. Þakkar nefndin Erindi fyrir að vekja athygli á því góða starfi sem fram fer í Grunnskólanum í Borgarnesi.
7.10 1809008 – Mötuneyti Grunnskólans í Borgarnesi
Heilbrigdisnefnd Vesturlands samþykkir undanþágu fyrir Grunnskólann í Borgarnesi skólaárið 2018-2019 til að veita nemendum heitan mat í skólastofum skólans með skilyrðum um meðferð matvæla, umgengni og þrif. Stefnt er að því að hefja sölu á heitum mat tvo daga í viku í október.
Til máls tók SG,
7.11 1805082 – Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi
Skólahald í Grunnskólanum í Borgarnesi fer vel af stað þrátt fyrir miklar framkvæmdir við skólann og tímabundið húsnæði fyrir hluta af nemendum. Framkvæmdum miðar vel og eru þær að mestu leyti á áætlun.
7.12 1711075 – Íþrótta- og tómstundastefna Borgarbyggðar
Farið yfir lokadrög að stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum og þau samþykkt. Ákveðið að leggja fram drög að aðgerðaráætlun á næsta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla þessa fundar: Sveitarstjórn samþykkir stefnu Borgarbyggðar í íþrótta – og tómstundamálum samhljóða.
7.13 1809054 – Íþrótta og tómstundamál UMSB veturinn 2018-2019
Gestir fundarins voru þau Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri UMSB og Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúi UMSB. Var ársskýrsla UMSB fyrir árið 2017 lögð fram og rætt um helstu verkefni vetrarins. Sigríður Dóra fór yfir starfsemi Sumarfjörs og Vinnuskólans sl. sumar en mikil ánægja er með hvernig tókst til. Var góð þátttaka bæði í Sumarfjöri og einnig var góð þátttaka yngstu nemenda í Vinnuskólanum. Frístund fer vel af stað og hefur framboð af íþróttum og tómstundum sjaldan verið betra í Frístund og skráning góð.
7.14 1809016 – Bílakaup v. íþrótta – og tómstundastarfs
Fjallað var um erindi UMSB varðandi bílakaup sem vísað var til fræðslunefndar frá byggðarráði. Taldi nefndin þörf á almennri umræðu um samgöngumál í sveitarfélaginu og vísaði málinu í þá umræðu sem og til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
7.15 1808191 – Tillögur starfshóps og ósk ráðherra um samstarf
Bréf mennta- og menningarmálaráðherra lagt fram með ósk um samstarf þeirra sem að íþróttamálum koma innan sveitarfélaga um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Brýnt er að það verði vitundarvakning um málefni sem tengjast kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun og þannig verði knúin fram viðhorfsbreyting um að ofbeldishegðun sé ekki liðin og allir njóti verndar í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld verði samtaka þegar kemur að því að taka á því málefni sem um ræðir. Stofnaður hefur verið stýrihópur í sveitarfélaginu sem mun fara yfir þessi mál og móta verkferla þeim tengdum.
8. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 66 – 1809006F
Fundargerð 66. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
8.1 1809045 – Langárfoss lnr. 135938 – breyting aðalskipulags
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í áform um skógrækt og tilfærslu vegar við íbúðarhúsið á Langárfossi. Varðandi íbúðabyggð (búgarðabyggð), þá samræmist hún ekki gildandi aðalskipulagi. Þar sem um stefnumarkandi ákvörðun er að ræða getur nefndin ekki tekið afstöðu um búgarðabyggð og vísar þeirri umræðu til endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.
Til máls tóku FL, SJB,
8.2 1809125 – Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í endurskoðun aðalskipulags á kjörtímabilinu.
Afgreiðsla þessa fundar:
„Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar“. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku MSS, SJB,
8.3 1804032 – Söfnun lífræns úrgangs
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 verði gert ráð fyrir söfnun lífræns úrgangs í öllum þéttbýliskjörnum í Borgarbyggð frá 1. janúar 2019.
Afgreiðsla þessa fundar:
„Sveitarstjórn samþykkir að visa þessum lið til byggðarráðs“ Samþykkt samhljóða.Til máls tóku GE, MSS, HLÞ, SJB,
8.4 1802096 – Skipulag snjómoksturs
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að viðmiðunarreglur um skipulag snjómoksturs veturinn 2018-2019 verði samþykktar.
Afgreiðsla þessa fundar: „Sveitarstjórn samþykkir að visa þessum lið til byggðarráðs“ Samþykkt samhljóða.

Til máls tók FL, GE,

8.5 1809127 – Refa- og minkaeyðing
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar kynningu á málaflokknum.
Til máls tók FL, GE,
8.6 1808173 – Umhverfisviðurkenningar 2018
Rætt um tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2018. Skipuð hefur verið dómnefnd sem fer yfir innsendar tilnefningar.
Viðurkenningarnar verða veittar á Sauðamessu 6. október 2018.
Til máls tók MSS,
8.7 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar ársins 2019.
8.8 1808212 – Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar – endurskoðun
Lagt fram.
8.9 1809143 – Egilsgata 6 – 2018 byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að málið fari í grenndarkynningu og felur Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta, fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Hagsmunaðilar hafa 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.

Til máls tók HLÞ,

8.10 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 151
Fundargerð 151. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
8.11 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 152
Fundargerð 152. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
9. Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 86 – 1809011F
Fundargerð 86. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Finnbogi Leifsson nefndarmaður í velferðarnefnd kynnti efni fundargerðarinnar
9.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreidd var ein umsókn um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
9.2 1607129 – Þjónusta við aldraða
Þjónusta við aldraða
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti stöðu mála varðandi þjónustu við aldraða.
Stefna Borgarbyggðar í málefnum eldri borgara fyrir árin 2018-2025 var samþykkt í mars 2018. Nefndin felur sviðsstjóra að gera drög að aðgerðaráætlun fyrir næsta fund velferðarnefndar.
Heimaþjónusta er að aukast, 85 einstaklingar og heimili fá nú heimilishjálp víðs vegar um sveitarfélagið. Vel hefur gengið að manna og sinna heimaþjónustu. Matarbakkar eru senndir á 13 heimili.Ferðþjónusta er aðgengileg fyrir aldraða. Félagsstarf að Borgarbraut 65a er opið alla virka daga frá kl. 12- 16. Þar er oðið upp á hádegismat og kaffi alla virka daga og blómlegt starf er í boði.
Starfandi er eldri borgara ráð sem er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn varðandi málaflokkinn. Ráðið verður kallað saman á næstunni.
Til máls tók SJB, GE, FL, MSS,
9.3 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Nefndin fór yfir verkefnalista í málefnum fatlaðra fyrir árin 2017-2020. Nauðsynlegt er að fara yfir reglulega og fylgja honum eftir. Ákveðið að fara yfir stöðu verkefna. Í því skini ákveðið að nefndarmenn fari í heimsókn í Ölduna fyrir næsta fund, félagsmálastjóra falið að skipuleggja það.
9.4 1610018 – Ljósberinn viðurkenning
Ljósberinn- viðurkenningar til fyrirtækja sem veitt hafa fötluðum einstaklingum atvinnutækifæri á árinu.
Viðurkenningarnar hafa verið veittar á sauðamessu undanfarin þrjú ár til þeirra fyrirtækja sem hafa veitt fötluðum einstaklingum atvinnutækifæri. Það er ánægjulegt að þeim fyrirtækjum sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu allt árið hefur fjölgað og atvinnan orðið fjölbreyttari. 11 fyrirtæki og stofnanir fengu viðurkenningu á síðasta ári.Nefndin fagnar þeirri breytingu sem orðið hefur á viðhorfi til atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og telur að fyrirtæki, stofnanir og samfélagið allt sé nú meðvitaðra um mikilvægi þess að fötluðu fólki gefist kostur á að vera virkt á vinnumarkaði.
Nefndin telur að vegna aukinnar þátttöku fatlaðs fólks á vinnumarkaði og þeirrar viðhorfsbreytingar sem orðin er sé ekki lengur þörf á að veita viðurkenninguna. Verður Ljósberinn því ekki veittur árið 2018.
Til máls tók MSS,
9.5 1403097 – Forvarnarmál
Elísabet Jónsdóttir starfsmaður félagsþjónustu fór yfir stöðu mála. Í Borgarbyggð er starfandi samstarfshópur um forvarnir. Í hópnum eru fulltrúar frá lögreglu, heilsugæslu, grunnskólum Borgarbyggðar, Menntaskóla Borgarfjarðar, félagsmiðstöðvum Borgarbyggðar, UMSB og Borgarbyggð. Uppfæra þarf stefnu Borgarbyggðar í forvarnarmálum, hún var síðast uppfærð 2016.
Hópurinn hefur haft þá stefnu að hittist annan hvern mánuð í ráðhúsi Borgarbyggðar. Samvinna hefur verið við SAMAN- hópinn og starfsmaður félagsþjónustu sótt fundi hans annan hvern mánuð. Áhersla hefur verið á að ná til barna með fræðslu og foreldra með því að benda á jákvæðan hátt á hlutverk þeirra sem uppalendur og styrkja þá í uppeldishlutverkinu.
Forvarnarmál eru unnin samhliða öðrum verkefnum félagsþjónustu. Fram kom að vegna aukins álag vegna annarra verkefna í félagsþjónustu- og barnavernd á liðnum misserum er æ minni tími sem gefst til að sinna forvarnarmálum. Nefndin telur mikilvægt að finna forvarnarmálum farsælan og vel skilgreindan farveg. Nefndin leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur velferðarnendar, fræðslunefndar og forvarnarhópsins þar sem lögð verði drög að heildstæðri stefnu sveitarfélagsins í forvarnarmálum. Formanni falið að vinna að málinu.
Til máls tók SJB, MSS, GE,
Sigrún Ósk Ámundadóttir fer af fundi kl. 18:00.
9.6 1810003 – Erindisbréf velferðarnefndar
Lagt fyrir til kynningar. Formanni velferðarnefndar og félagsmálastjóra falið að uppfæra bréfið miðað við núverandi starfsemi nefndarinnar.
9.7 1810002 – Félagslegt leiguhúsnæði
22 íbúðir félagslegar leiguíbúðir eru í eigu Borgarbyggðar. Auk þess hefur sveitarfélagið fjórar íbúðir á leigu sem það framleigir til skjólstæðinga. Níu einstaklingar/fjölskyldur eiga virkar umsóknir um leiguíbúð. Umsóknirnar þarf að endurnýja árlega.
Farið var yfir reglur Borgarbyggðar um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum.
Til máls tóku GE, FL,
9.8 1810001 – Samningar um þjónustu við önnur sveitarfélög
Borgarbyggð sinnir félagþjónustu, barnaverndar- og fötlunar málum fyrir Dalabyggð og Skorradal. Samningur við Dalabyggð var síðast endurgerður árið 2011 en við Skorradal árið 2016. Nefndin telur eðlilegt að samningarnir verið teknir til endurskoðunar, bæði út frá breytingu varðandi málafjölda, aukinnar þyngdar mála og nýjum lagasetningum.
Afgreiðsla þessa fundar: „Sveitarstjórn samþykkir að visa þessum lið til byggðarráðs“ Samþykkt samhljóða.
10. Menningarsjóður Borgarbyggðar – 22 – 1809009F
Fundargerðin framlögð
Til máls tók GE, MSS,

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20