465-Byggðarráð Borgarbyggðar

 

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  á símafundi, 7. október 2018

og hófst hann kl. 21:00

Fundinn sátu:

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Lilja Björg Ágústsdóttir, Guðveig Eyglóardóttir og Magnús Smári Snorrason.

Fundargerð ritaði:  Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir form. byggðarráðs

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 465

 

1. Tillaga að lúkningu máls vegna Borgarbrautar 55 – 1810061
Símafundur
Lokadrög að bréfi frá Pacta lögð fram. Innihald bréfsins rætt. Fundarmenn eru sammála um að endurskoða orðalag á tveimur stöðum í seinni hluta bréfsins og verða athugasemdir sendar á lögmann og óskað eftir að tillit verði tekið til breytinganna. Bréfið er í tveimur liðum og lýtur fyrri hluti þess að tilboði um lúkningu málsins en seinni hluti þess er efnislegt svar við bréfi frá Advocatus dagsett 20. ágúst 2018. Samþykkt að kalla lóðarhafa á fund og ræða við þá um efni bréfsins sem verður sent til hlutaðeigandi. Vonast er til að sátt náist í málinu.
Guðveig Anna Eyglóardóttir lagði fram eftirfarandi bókun
„Undirrituð mun ekki taka afstöðu til einstakra liða í framlögðu bréfi en tekur jákvætt í tillögur að lúkningu máls. Varðandi seinnihluta bréfsins þá situr undirrituð hjá og hvetur fulltrúa í meirihluta til að vinna áfram að því að ná farsælu samkomulagi í málinu“.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:35