Fara í efni

Barnapakki

Hugmyndin

Það er fagnaðarefni og ánægjuleg tímamót í hverju samfélagi þegar nýr einstaklingur fæðist í heiminn og Borgarbyggð vill leggja sitt af mörkum til að taka vel á móti nýjum einstaklingum. Innan þriggja mánaða frá fæðingu barns fá foreldrar barnapakka með ýmsum nauðsynjavörum og er markmið barnapakkans að létta undir með foreldrum á þessum skemmtilegu en eflaust krefjandi tímum. 

Hugmyndin af þessu verkefni er fengin frá Finnlandi og Noregi.

Barnapakki Borgarbyggðar var fyrst afhentur á Heilsugæslunni í Borgarnesi miðvikudaginn 13. febrúar 2019.

Innihald barnapakkans 2023

  • Þvottastykki, taubleyjur og poka utan um Barnapakkann í boði Öldunnar.
  • Húfur prjónaðar af konum í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni með garni í boði Brúartorgs.
  • Vandaður ullargalli í boði Kaupfélags Borgfirðinga.
  • Bleyjur, blautþurrkur, snuð, mat og ýmislegt annað sem gagnast bæði foreldrum og barni í boði Nettó.
  • Prjónuð þvottastykki í boði Vinnustofunnar í Brákarhlíð.

Samstarfsaðilar 2023

Þetta verkefni er unnið af Borgarbyggð í samtarfi við fyrirtæki í sveitarfélaginu og starfsfólk ungbarnaeftirlits Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi. Árið 2023 eru samstarfsaðilar eftirfarandi:

  • Aldan - vinnustofa
  • Vinnustofa Brákarhlíðar
  • Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni
  • Kaupfélag Borgfirðinga
  • Nettó
  • Brúartorg

Borgarbyggð og samstarfsaðilar um Barnapakka Borgarbyggðar bjóða nýjan einstakling velkominn og óska honum og foreldrum hans alls hins besta.