Fara í efni

Dósamóttakan

Móttaka fyrir skilagjaldaskyldar umbúðir er staðsett að Borgarbraut 55. Um er að ræða tímabundið húsnæði fram að áramótum.

Opnunartíminn verður sem hér segir:

  • Mánudaga frá kl. 12:30 – 15:00
  • Miðvikudaga frá kl. 12:30 – 15:00
  • Fimmtudaga frá kl. 12:30 – 15:00

Fyrirkomulagið verður með sama hætti og þegar starfsemin var upp á Sólbakka, það er að segja eingöngu verður hægt að taka á móti sendingum sem búið er að flokka og telja. Starfsmenn Öldunnar telja ekki sendingar á staðnum og taka ekki við óflokkuðum og ótöldum sendingum.

Flokkun og talning:

  • Álsdósir taldar í sérpoka
  • Plastdósir taldar í sérpoka
  • Glerflöskur taldar í sérpoka

Skilagjald verður greitt með millifærslum.