Fara í efni

Afgreiðsla og þjónustuver Borgarbyggðar nú staðsett á Digranesgötu 2

Afgreiðsla og þjónustuver Borgarbyggðar nú staðsett á Digranesgötu 2

Þann 16. september mun þjónustuver og afgreiðsla Borgarbyggðar opna á Digranesgötu 2 í Borgarnesi. 

Vakin er athygli á því að opnunartíminn í þjónustuverinu helst óbreyttur, það er afgreiðsla í gegnum síma verður frá kl. 09:30 – 15:00 alla virka daga. Afgreiðsla ráðhússins, það er opnunartími móttökunnar verður frá kl. 10:00 – 15:00.

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar verður áfram á Bjarnarbraut 8 og fara allir viðtalstímar þar fram að svo stöddu.