Fara í efni

Ert þú með viðburð 17. júní 2021?

Ert þú með viðburð 17. júní 2021?

Undirbúningur vegna hátíðarhalda stendur yfir en ljóst er að 17. júní hátíðin í ár verður með óhefðbundnu sniði líkt og í fyrra vegna fjöldatakmarkana. Viðburðarhald verður samblanda af viðburðum á vegum sveitarfélagsins og samstarfsaðila.

Aðilar vilja koma efni í dagskrá er bent á að hafa samband við Maríu Neves, samskiptastjóra gegnum netfangið maria.neves@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 8. júní.

Athygli er vakin á því að íþrótta- og æskulýðsfélög í Borgarbyggð sem bjóða upp viðurkennt starf fyrir börn og unglinga geta sótt um að vera með söluborð á hátíðarskemmtuninni.