Fara í efni

Félagsstarf aldraðra og Aldan–hæfing opna á ný

Félagsstarf aldraðra og Aldan–hæfing opna á ný

Í síðustu viku þurfti að grípa til þeirra ráðstafana að loka félagsstarfinu og Öldunni tímabundið vegna Covid-19 smita. Ánægjulegt er að greina frá því að búið er að opna félagsstarfið og Ölduna aftur og er því allt starf komið í eðlilegt horf.

Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér og nánari upplýsingar um Ölduna má finna hér. Jafnframt er vakin athygli á því að félagsstarfið heldur úti Facebook-síðu og eru íbúar hvattir til þess að líka við síðuna. Á síðunni munu birtast helstu upplýsingar um starfsemina og dagskrá hverju sinni.