Fara í efni

Samþætt leiðakerfi tekur gildi 19. október nk.

Samþætt leiðakerfi tekur gildi 19. október nk.

Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna frestast fyrsta ferðin í samþættu leiðakerfi Borgarbyggðar um eina viku.

Fyrsta formlega ferðin verður því farin við hátíðlega athöfn kl. 08:20 frá Kleppjárnsreykjum þann 19. október nk. Einnig verður farið frá Varmalandi kl. 08:20.

Nýja leiðakerfið hefst síðan samdægurs eða frá og með 19. október nk.

Lesa má nánar um verkefnið hér. 

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.