Skyldusmölun heimalanda
Hver landeigandi er skyldugur að smala heimaland sitt á hausti samhliða leitum, ef sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur eyðibýla, þó að þeir eigi þar ekki fjárvon. Hlýði umráðamaður lands ekki fyrirmælum sveitarstjórnar, ber honum að greiða smölunarkostnað eftir mati sveitarstjórnar(1.-2. ml.1. mgr. 39. gr. Lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl. 1986 nr. 6).
Fjallskilanefndir sveitarfélagsins eru sjö og nánar er tilgreint í hverjum fjallskilaseðli hvernig skal staðið að skyldusmölun og hvenær. Hægt er að leita upplýsinga hjá formönnum fjallskilanefnda.
Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar: Formaður Þorsteinn Viggósson
Fjallskilanefnd Þverárréttar: Formaður Þuríður Guðmundsdóttir
Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar: Formaður Sigurður Arilíusson
Fjallskilanefnd Kaldárbakka- og Mýrdalsréttar: Formaður Ásbjörn Pálsson
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar: Formaður Logi Sigurðsson
Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar: Formaður Ingimundur Jónsson
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar: Formaður Gísli Guðjónsson