Fara í efni

Vegafræmkvæmdir 14. september - Borgarbraut við Hrafnakletta

Vegafræmkvæmdir 14. september - Borgarbraut við Hrafnakletta

Vakin er athygli á því að Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Fimmtudagskvöldið 14. september stefnir Colas Ísland á að malbika á Borgarbraut við Hrafnakletta í Borgarnesi. Önnur akreinin verður lokuð og umferð verður stýrt framhjá vinnusvæðinu. Vinnusvæðamerkingar verða settar upp samkvæmt viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 18:00 til kl. 3:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.