Fara í efni

Vegna söfnunar á heyrúlluplasti

Vegna söfnunar á heyrúlluplasti

Til að skila heyrúlluplasti til endurvinnslu, er nú gerð krafa um að svart plast sé flokkað frá öðru og eru bændur beðnir að flokka það og bagga sérstaklega.

Af gefnu tilefni er ítrekað að mikilvægt er að skila plastinu eins hreinu og mögulegt er til endurvinnslu.

Vel hefur reynst að safna því saman og bagga í fiskikörum til að halda því hreinu og aðgengilegu fyrir starfsmann sorphirðunnar. Hægt er að útvega bændum svona kör, og er áhugasömum bent á að leita til gámastöðvarinnar í Borgarnesi.