Fara í efni

Vilt þú halda námskeið?

Vilt þú halda námskeið?

Borgarbyggð og UMSB leita eftir einstaklingum til að halda námskeið á vorönn 2022, til að mynda íþróttaæfingar, leiklistar- og dansnámskeið eða listasmiðjur fyrir börn í Borgarbyggð.

Námskeiðin eru ætluð börnum í 1.-4. bekk og fara fram á Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og í Borgarnesi.

Námskeiðin þurfa að fara fram á virkum dögum á milli 14:00 og 17:00.

Nánari upplýsingar veitir Svala Eyjólfsdóttir tómstundafulltrúi á svala@umsb.is.