Fara í efni

Gagnagátt

Í gegnum gagnagátt Borgarbyggðar er hægt að senda rafræn gögn með öruggum og rekjanlegum hætti. Til að tengjast gáttinni er nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki því þeirra er krafist við innskráningu í gegn um island.is.

Framkvæmdin er þannig að fyrst er valið hver eða hvaða hópur á að fá gögnin sem senda á. Síðan eru gögnin sett inn sem viðhengi og send. Sendandi fær kvittun sem hann getur prentað út og geymt til staðfestingar á því að gögn hafi verið send.

Gögnin sem berast til Borgarbyggðar með þessum hætti eru dulkóðuð þannig að viðtakandi þeirra, sem hefur til þess heimild, er sá eini sem getur opnað þau. Starfsfólk Borgarbyggðar er bundið trúnaði og þagnaskyldu varðandi allar þær upplýsingar sem gögnin geyma.

Við vinnslu persónupp­lýs­inga er ávallt gætt ákvæða laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr. 90/​2018.

Unnt er að senda á eftirfarandi:

  • Sveitarstjóri
  • Barnavernd
  • Skólaþjónusta
  • Félagsþjónusta
  • Launafulltrúi
  • Byggingarmál
  • Skrifstofa sveitarstjóra
  • Stjórnsýsla
  • Afgreiðsla Borgarbyggðar

Gagnagáttin