Fara í efni

Sumaropnun í Safnahúsi

Sumaropnun í Safnahúsi

Sumaropnun sýninga hefur tekið gildi í Safnahúsi og er nú opið alla daga kl. 13.00 til 17.00 en einnig á öðrum tímum fyrir hópa (10+) eftir samkomulagi.

Grunnsýningar hússins eru tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Báðar hafa þær hlotið mikið lof gesta. Á efri hæð hússins eru einnig áhugaverðar tímabundnar sýningar. 

Gjaldskrá er stillt í hóf og er 1.500 kr. fyrir fullorðna, börn 18 ára og yngri frá frían aðgang. Aldraðir (67 +), hópar, öryrkjar og nemar: 1.000 kr.

Opnunartími annarra safna í húsinu er óbreyttur og má sjá frekari upplýsingar með því að smella hér.