Fara í efni

Jólin bíða þín í Borgarbyggð

Það verður notaleg jólastemning í Borgarbyggð í aðdraganda jóla með jólaljósum og blómstrandi menningu. Komdu í heimsókn og kláraðu jólainnkaupin í rólegu andrúmslofti þar sem allt er til alls enda státar Borgarbyggð af fjölbreyttu vöruúrvali, þjónustu og afþreyingu fyrir bæði börn og fullorðna.

Eftir jólainnkaupin er tilvalið að staldra við og gista á einum af fjölmörgum gistimöguleikum sem finnast í sveitarfélaginu, slappa af í náttúrulaugum og gæða sér á mat úr héraði. Auk þess er hægt að ganga frá matarinnkaupunum fyrir hátíðarnar í Borgarbyggð en í Borgarnesi er að finna stórar matvöruverslanir.

Kíktu í heimsókn – Jólin bíða þín í Borgarbyggð

Matvöruverslanir

Lífstíls- og gjafavöruverslanir

FOK er lífstíls- og gjafavöruverslun þar sem finna má breytt úrval gjafavöru og íslensk-rar hönnunar, vandaðan fatnað, skó, skartgripi og útivistarvörur svo eitthvað sé nefnt.

Verslunin býður upp á franskan og ítalskan dömufatnað í stærðunum 38-60, einnig eru þau með dömuskó, úr og skartgripi, veski, slæður, nýstárleg ilmvötn og vinsæl Body Spray. Vöruúrvalið er einstakt og sérstaklega flutt til landsins af eigendum

Brúartorg prentar og stækkar myndir ásamt því að selja ramma og ýmsar mynda tengdar vörur. Einnig hægt að taka passamyndir og skipta um batterí í úrum.
Í versluninni finnur þú gjafavörur, t.d frá IIttala , Bitz, Speckrtum, Moomin,, rúmföt og handklæði frá Södahl, Glerups inniskó, sjónauka og
Leatherman hnífa svo fáeitt sé nefnt. Úrval af garni, prjónablöðum. bókum, og fylgihlutum.

Hjá Blómasetrinu færð þú svo sannarlega aukinn ævintýrablæ yfir jólin og andi hátíðar, kyrrðar og kærleika svífur yfir öllu. Mikið úrval af ýmiskonar gjafavörum og skrauti t.d. kerti, sælkeravörur, styttur, lampar og spil.

Við komum á óvart - Fatnaður, jólavörur, greni og leikföng.

Ljómalind selur vörur beint frá býli sem flestar eru framleiddar í héraðinu. Má þar nefna bæði nauta- og lambakjöt, geitaa-furðir ásamt ostum, sinnepi, skyri og ís. Einnig fullt af handunnum gersemum á borð við keramik, silfurskart og handlitað garn. Komið við því sjón er sögu ríkari.

Hjá Tækniborg færðu tölvur og fylgihluti, fylgihluti fyrir farsíma, heimilistæki frá AEG og Samsung, ritföng, Legó, föndur-vörur ofl.. Ennig býður Tækniborg upp á hágæða stór-myndaprentun og drónamyndatökur.

Eðalfiskur býður upp á grafinn og reyktan lax ásamt reyktum silung og graflaxasósu. Einnig er hægt að kaupa ferskan lax.

Ullarselið á Hvanneyri selur handverk sem er unnið í héraðinu og með áherslu á ull og íslenskt hráefni.

Hjá Líflandi er lögð áhersla á góða þjónustu við viðskiptavini. Lífland býður upp á eitt mesta úrval landsins af reiðfatnaði, reiðskóm, búnaði, fóðri og bætiefnum fyrir hestamennskuna. Einnig vandaðan útivistarfatnað á góðu verði. Og auðvitað rekstrarvörur fyrir land-búnaðinn, auk áburðar og sáðvöru. 

Önnur þjónusta

Margrét heilsunuddari býður upp nudd, svæðanudd, Bowen, infrarauðanhitaklefa, nuddstól, sogðæðastígvél, jóga og leikfimistíma.

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan býður upp á prentun á jólakörtum og dagatölum með persónulegum myndum.

Steini sterki sendibílaþjónusta tekur að sér alla almenna sendibíla-þjónustuog bíður bæði upp á stóran og lítinn bíl. Stórir sem smáir
flutningar, s.s. búslóðaflutningar, heim-sendingar, ruslaferðir, jólapakkadreifing eða hvað sem þig vantar að flytja.

Gisting, matur og afþreyingar

B59 hótel er nútímanlegt fjögurra stjörnu hótel með öllum hugsanlegum þægindum í miðbæ Borgarness. Okkar markmið eru að dekra við okkar gesti og gera dvölina ógleymanlega

Hraunsnef býður upp á gisting og veitingar í sveitalegu umhverfi þar sem aðaláherslan er lögð á eigin framleiðslu á kjöti og heimaunnu meðlæti eins og kostur er. Dýrin ganga frjáls og hægt er að skoða þau í sínu náttúrulega umhver-fi. Hótelið býður upp á gjafabréf ásamt kjöti beint úr býli, hamborgarahryggir, húskarlahangikjöt og ferskt kjöt.

Bjarg Borgarnesi erl ítið og notalegt fjölskyldurekið gistiheimili í gömlum bóndabæ á fallegum stað við sjóinn í útjaðri Borgarness. Þar er kyrrðin algjör, útsýnið magnað en stutt í alla þjónust. Bjarg býður upp á gjafabréf í gistingu sem er tilvalið í jólapakkann handa þeim sem eiga allt.

Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslensku náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhveri sem er kælt með vatni undan öxlum Oks.

Í Geirabakaríi færðu allt til jólanna; smákökurnar, jólabrauðið, ensku jólakökuna, lagterturnar, tertubotnana, tartaletturnar og laufabrauðin. Bakaríið sér um jólabaksturinn fyrir þig á aðventunni og fyrir jólahátíðina sjálfa, þar færðu einnig sætu piparkökuhúsin sem gaman er að setja saman með börnunum. Fyrir þá sem eiga allt er tilvalið að gefa gjafabréf eða Umhverfismálið sem er að slá í gegn. Þessi bolli er unninn úr kaffikorg og er frábær ferðabolli. Vantar ykkur aðventu eða jólagjöf fyrir starfs-fólkið ykkar, þá útbýr Geirabakarí flotta gjafapoka fyrir ykkur.

Hjá Kaffi Kyrrð finnur þú útbúið sérstakt jólakortahorn inni á kaffihúsinu. Þar er hægt að setjast niður og skrifa jólakveðjur (kort fást á staðnum og jafnframt sér starfsfólkið um að póstleggja kortin fyrir gesti sem það kjósa). Smørrebrødí ýmsum útfærslum verður á matseðlinum í desember. Jólaöl frá brugghúsum og Jóladrykkur Kaffi Kyrrðar eftir því hvort þú kýst heitan eða kaldan drykk.

Bara Ölstofa Lýðveldisins er lítill local samkomustaður þar sem fólk getur notið þess að drekka handverksbjór og gæða vín. Bjóðum uppá létta rétti og gott andrúmsloft.

 

-